Morgunn - 01.06.1942, Qupperneq 87
MORGUNN
81
Ófæddu börnin.
Ég geri ráð fyrir að margir muni hafa lesið með at-
hygli frásagnirnar, sem hr. ísleifur Jónsson birti úr eigin
reynslu sinni í síðasta hefði „Morguns“, og þá ekki sízt
kaflann um ófæddu börnin. Hr. í. J. lét þar í ljós þá ósk,
að aðrir, sem svipaða sögu kynnu að hafa að segja, vildu
skýra frá reynslu sinni. Hve margir hafa gert það, eða
hve margir kunna að hafa sams konar sögu að segja, er
„Morgni“ ókunnugt um, en hins vegar birtir hann hér
frásögn enska miðilsins, frú Annie Brittain, þar sem hún
>“egir frá reynslu sinni um þetta merkilega efni, en þessa
reynslu hennar, var hr. f. J. ókunnugt um, er hann samdi
erindi sitt. Frásögn frúarinnar er á þessa leið:
„Foreldrar spyrja mig stundum hvort andvana fæddu
börnin muni lifa í hinum heiminum, og hvcrt þau muni
vaka þaðan yfir sínum jarðnesku foreldrum og samein-
(ast þeim síðar meir, þegar foreldrarnir hverfa af jörð-
onni.
Ég játa, að ég hefi engin tök á að rökræða það efni,
en mig iangar að tilfæra nokkur dæmi úr eigin reynslu
minni, sem hafa leitt mig til að svara þessum spurning-
nm foreldranna játandi.
Mér er minnisstæður fundur, er ég hélt fyrir mann
nokkurn. Ég lýsti fyrir hann tveim börnum, er hann ætti
í andaheiminum, sagði að annað væri stúlka h. u. b.
átján ára, en hitt væri piltur nokkurum árum yngri.
Andaklæði þeirra voru svo fögur^ og líkamir þeirra svo
ákaflega fíngerðir, að ég ályktaði, að systkinin mundu
ekki hafa haft nema mjög lítið samband við hinn jarð-
neska heim. Mér skildist stúlkan vera tað gera að gamni
sínu við piltinn fyrir það, að hann væri nafnlaus. Hún
sagði mér, að sjálf héti hún Alice, en að bróðir sinn ætti
•ekkert nafn. Maðurinn virtist furða sig á þessu og kann-
6