Morgunn - 01.06.1942, Síða 91
M O R G U N N
85
Ein megin veilan í rökfærslu þeirra manna, sem
þanriig álykta er að dómi Bozzanos sú, að þeir geri undir-
vitundina að því, sem þeir sjálfir vilji láta hana vera.
Þeir gera sig seka um þetta, að svo miklu leyti sem þeir
staðhæfa, að þessir leyndardómsfullu hæfileikar
vitundarlífsins, er ekki geta talizt mönnum hagnýtii í
lífsbaráttu þeirra, eigi orsök sína í líffræðilegri þróun.
fít frá þessari forsendu mynda þeir svo hinar og aðrar
skýringatilgátur. Þær eru þó í ýmsu sundurleitar. 1 einu
atriði ber þó öllum þeirra saman. Þessir dularfullu skyn-
hæfileikar vitundarlífsins eru þar sagðir háðir líffræði-
legu þróunarlögmáli tegundanna og stjórnast af því.
Þessi staðhæfing er þeim eðlilega óhjákvæmileg nauð-
syn. Án hennar væri vitanlega ekki unnt að halda fram
efnisbundinni orsök vitundarlífsins frá vísindalegu sjón-
armiði. Takist nú að sanna, að hæfileikar þeir, sem hér
um ræðir séu í engu háðir lögmálum líffræðilegrar þró-
unar, þá er andleg orsök þeirra skiljanlega sönnuð um
leið. Tilgátuskýringar efnishyggjustefnunnar eru í meg-
inatriðum sem hér segir:
U Óvenjulegir skynhæfileikar vitundarlífsins (undir-
vitundarinnar) benda aðeins til mjög frumstæðra
skynhæfileika, sem náttúruvalið hefir þegar að
mestu kæft eða að engu gert, sökum þess, að þeir
reyndust til einskis nýtir í líffræðilegri þróun teg-
undanna.
2. Óvenjulegir skynhæfileikar undirvitundarinnar stafa
frá ótímabærum nýsköpunartilkaunum náttúrunnar
til myndunar sérstakra skyntækja eða skilningarvita,
sem aldrei náðu að þroskast og aldrei ná þroska,
sökum þess, að þau reyndust lífverunum með öllu
gagnslaus í baráttu þeirra fyrir tilveru sinni.
3. Óvenjulegir skynhæfileikar undirvitundarinnar
benda til, vísa að nýjum skilningarvitum, sem eiga
vöxt og þroska fyrir höndum á ókomnum tímum,
og hljóta um síðir festu og varanleik í niðjunum.