Morgunn - 01.06.1942, Síða 103
M O R G U N N
97
Rverfisins, efnisheiminn. Hún birtist í síendurteknum,
flóknum og breytilegum gagnsvörum við utanaðkom-
andi áhrifum.
Vér skulum nú virða fyrir oss starfsháttu þessara
óvenjulegu og dularfullu skynhæfileika, sem verður
vart öðru hvoru í sálarlífi mannanna. Athygli vor bein-
ist þá fyrst að því, að starfsemi þeirra fer alls ekki fram
á starfssviði venjulegra skynhæfileika. Athafna þessara
dularfullu skynhæfileika verður þá fyrst vart þar, þeg-
ar vitundarsamband dinstaklingsins við umhverfið
sljóvgast eða rofnar um stundarsakir að meira eða
minna leyti. Því meir, sem að því kveður, þess betur
njóta þeir sín. Algert meðvitundarleysi einstaklingsins
virðist hæfa þeim bezt. Nú verður því ekki neitað, að
algert vitundarleysi um lengri eða skemmri tíma rýfur
vitundarsamband lífverunnar við umhverfi hennar. —
Meðan það varir, eru skyntæki hennar óvirk, hún fær
enga björg sér veitt og engu ráðið um hag sinn. Meðan
högum hennar er svo háttað er henni ómögulegt að
heyja baráttu fyrir tilveru sinni. Það liggur því í aug-
um uppi, að gjörendur líffræðilegrar þróunar gátu
aldrei haft hin minnstu áhrif á uppruna og þróun ó-
venjulegra skynhæfileika vitundarlífsins. Með þessu er
því í raun og veru sagt, að þessir dularfullu skynhæfi-
leikar vitundarlífsins heyri til öðru sviði, ólíku og að-
gi'eindu frá því, sem venjuleg vökuskynjun mannsins
er tengd við. Eðlilega mætir oss þá önnur spurning.
Ef ekkert orsaka- eða skyldleikasamband á sér stað
milli gjörenda líffræðilegrar þróunar og þessara dular-
fullu skynhæfileika, hver getur þá orsök þeirra verið?
Hvers vegna birtast þeir a'ðeins sem hverful leiftur í lífi
mannanna, og venjulegast aðeins í sambandi við annar-
legt ástand eða algert meðvitundarleysi. Hvers vegna
blunda þeir venjulega aðgerðalausir í djúpum vitundar-
1 ífeins í stað þess að vera mönnunum hagnýtir orku-
gjafar í daglegri lífsbaráttu þeirra? Hvaða hlutverk
\
7