Morgunn - 01.06.1942, Page 105
MORGUNN
99
tónum þeim og öðru því, er hinn dulræni maður telur
sig heyra með venjulegum hætti.
Þetta er algerlega öfugt við það, sem á sér stað, þeg-
ar maðurinn sér eða heyrir með venjulegum hætti. —
Þegar vér sjáum eitthvað, t- d. landslag, hús, skip eða
hverja þá hluti aðra, sem um er að ræða, þá berast
áhrifin utan að, frá umhverfinu, sem lifað er í. Þegar
um dulheyrn eða dulsýn er að ræða, koma áhrifin inn-
an að, frá heilastöðinni. Þetta væri með öllu óskýran-
iegt og óskiljanlegt, ef gcngið væri út frá því, að ó-
venjulegir skynhæfileikar vitundarlífsins væru afleið-
ing af líffræðilegri þróun tegundanna í samræmi við
lögmál náttúruvalsins og samhæfing við umhverfið.
Ef um slíkt væri að ræða, þá myndi verkanaáhrifa þessa
lögmáls ekki gæta með gagnhverfum hætti í starfsemi
líkamlegra skyntækja og skilningarvita. En þetta á sér
einmitt stað, þegar þessara dularfullu skynhæfileika
verður vart. Það ætti að liggja í augum uppi, að lögmál
það, er stjórnar líffræðilegri þróun og samstilling lík-
amlegra skyntækja við umhverfið megnar ekki að beita
áhrifum sínum á hugsanir einar eða hugmyndir. Venju-
legir skynhæfileikar mannsins eru aðeins stilltir til
snertiskynjunar við efnissviðið, umheiminn, sem er
samnefnari orku og efnis. — Það er því ljóst, að þess-
ir óvenjulegu skynhæfileikar vitundarlífsins eru ekki
stilltir til móttöku áhrifa frá hlutrænum skynheimi
vorum, heldur við andlegt skynsvið, hugsana og hug-
mynda þaðan. Með þetta í huga er því fyllilega rökrétt
að álykta, að þessir óvenjulegu skynhæfileikar geti ekki
talizt samhæfir starfssviði venjulegra skynhæfileika, at-
hafnasviði líffræðilegrar þróunar. Af þeim sökum geta
þeir ekki verið afkvæmi þess eða afleiðing.
Það skal því endurtekið einu sinni enn, að vér kom-
umst ekki undan því, að álykta að þessir dularfullu og
óvenjulegu skynhæfileikar bendi til andlegra skilning-
arvita mannlegs persónuleika. Þessi skilningarvit hans
7*