Morgunn - 01.06.1942, Síða 108
102
M O RG UNN
skrifað nokkra málshætti á pappírsmiða, vafið hann
síðan saman og stungið honum svo inn í hnotskurn. Hún
var síðan látin í körfu ásamt fleiri hlutum, er dulrænum
manni voru ætlaðir til athugunar. Svo vildi til, að hnot- _
skurnin var einn af hlutum þeim, sem maður þessi tók
í hönd sér. Þegar hann hafði háldið hnotskurninni nokk-
urar sekúndur í hönd sér, kvaðst hann sjá langa papp-
írsræmu og á henni væri letur. Las hann síðan það, sem
hann sá á pappírsræmunni og var það hið sama og á
samanbrotna miðanum stóð. Þetta, atvik sýnir, að þarna
var ekki um beina sjónarskynjun að ræða. Ef svo hefði
verið, þá hefði hinn dulræni maður átt að sjá, að í hnot-
skurninni v|ar margsamanbögglaður pappírsmiði. í stað
þess er honum sýnd löng pappírsræma og á henni sér
hann letrað, það sem skrifað var á samanbrotna papp-
írsmiðann. Hinn raunverulegi persónuleikur viðtakand-
ans beitir hér táknlegri aðferð til að koma vitneskjunni
um það, sem á miðanum stóð, yfir í dagvitund eðlis
síns, að skoðun Bozzano.
Mér þykir rétt að geta þess hér, að ég hefi einu sinni
átt þess kost að athuga þess konar fyrirbrigði. Tilefni
til þeirrar athugunar barst mér óvænt í hendur. Vorpróf
stóð yfir við barnaskólann á Eskifirði. Prófinu var þá
þannig hagað, að einhver atriði úr námsbókum barn-
anna voru skrifuð á miða. Síðan var þeim stungið inn í
lokaða bók. Auði endinn stóð út úr bókinni. í þetta skipti
var próf í þann veginn að hefjast hjá yngri nemend-
unum. Ég vissi það eitt, að samkennari minn ætlaði þá
að hafa próf í dýrafræði. Hann og prófdómarinn höfðu
valið verkefnin í sameiningu, en mér var ekkert kunn-
ugt um hver þau voru, hafði ekki séð miðana. Þegar
hann kom inn í kenslustofuna lagði hann á kennara-
borðið bókina, sem miðarnir voru í. Þá var hann beðinn
um samtal, og þar sem prófið átti ekki að byrja fyrr
en eftir nokkrar mínútur, gekk hann út og bað mig að
gæta miðanna á meðan hann væri úti. Einn drengjanna