Morgunn - 01.06.1942, Page 111
MORGUNN
105
Bozzano sig hafa fært skýr rök fyrir því, að þessir ó-
venjulegu skynhæfileikar séu ekki afleiðing af verk-
unum líffræðilegs þróunarlögmáls, og í öðru lagi fyrir
því, að skilyrði þau, sem nauðsynleg eru til að þeirra
verði vtart og. eftir þeim tekið, leiði það í ljós og sanni,
að þeir séu í tengslum við annað þróunarskeið manns-
íindans, þróunarsvið, sem í eðli sínu sé æðra og full-
komnara en það, sem nú er dvalið á. (Framh).
Einar Loftsson.
Um syrgjendurna og dauðann.
(Úr bókinni „Vitrun Nazareans“, eftir höfund bókar-
innar „Inn vígði“).
Hinn skínandi leiðtogi fór nú með mig út í kirkju-
írarð, þar sem fólk í sorgarbúningi, svartklæddir karl-
ar og konur, voru að leggja blóm á grafirnar, og hann
sagði:
Ódauðleik sálal’innar prédikaði ég mönnunum og
keimsku kveinstafanna, samt gera þeir öll þessi umsvif,
þegar einhver bróðirinn fer inn í fagnaðarheiminn.
Burt með syrgjendur og burt með háa kveinstafi, sagði
ég. En eigi að síður kveina áhangendur mínir hástöf- *
nm, klæðast sorgarbúningi og úthella mörgum tárum.
Þeir eru hræddir við, að sannprófa kenningar mínar,
enda þótt þeir kalli mig Guðssoninn. Þess vegna trúa
þeir að eins, en þeir vita ekki.
En, lærisveinn minn, þekkingin ein færir óhagganlega
huggun, því að trúin er of veik til þess að binda enda
á sorgina.