Morgunn - 01.06.1942, Page 112
106
MORGUNN
Og einnig skaltu vita, að sorg yfir þeim, sem hafa
gengið inn til fyllra lífs, er að eins dulbúin sjálfselska,
eða hyggur þú, að sjálfselskulaus maður gráti yfir gleði
annarra? Þungur fjötur er vissulega líkaminn og hann
er byrði fyrir marga, sem ekki þekkja lögmál líkams-
hreystinnar. Þeim er lausnin frá líkamanum blessun,
hún er þeim lind mikils fagnaðar og veitir þeim ham-
ingju og frelsi.
Samhryggð vildi ég kenna mönnunum, samhryggð
með þeim, sem' syrgja af fávizku, samhryggð með þeim,
sem eru svo sjálfselskufullir, að þeir gráta sinn ejgin
missi, en — ekki samhryggð með þeim, sem hafa gengið
inn til lífsins.
Til mikillar samhryggðar finn ég með þeim, sem gráta
hér á þessum sorganna stað, og feginn vildi ég geta
hvíslað að þeim hinni ódauðlegu huggun sannleikans.
En, — ó, þeir eru um of sokknir niður í harma sína til
þess að þeir fái heyrt mína rödd.
Hryggð þeirra er eins og svart tjald, sem lokar þá
úti frá ljósi sannleikans, hún er eins og þungir fangels-
ishlerar, sem loka úti frá þeim milda rödd minnar elsku.
Þótt fögur sé sú hugsun, sem liggur að baki hinnar
miklu hirðusemi um grafirnar, þótt fögur séu þessi blóm,
þá anda þau frá sér of miklum skorti á þekking og of
miklum skorti á þeirri trú, sem þekkingin fæðir af sér,
því að undir grassverðinum sefur sálin vissulega ekki.
Ó, hve fegnar vildu ekki sálir hinna látnu geta hvísl-
að að þeim, sem eftir urðu á jörðunni; „Um okkur er
allt gott og við erum ykkur nálæg“, en of dapbar og
trúlitlar eru sálir margra þeirra jarðnesku til þess að
þær geti heyrt þá vinarrödd.
Sagði ég nokkuru sinni, að raddir framliðinna skyldu
ekki heyrast á jörðunni? Sannarlega sagði ég, að fyll-
ing trúarinnar mundi flytja fjöll, og hið þunna tjald
milli himins og jarðar er miklu léttara að hræra en
íjöllin.