Morgunn - 01.06.1942, Side 117
MORGUNN
111
starfað, nema Indriði Indriðason einn. Hér á landi munu
þó hafa fengizt sálrænar ljósmyndir, en þær tilraunir
hafa ekki komizt lengra hér en á byrjunarstigið. Þeim,
sem betur vilja kynnast þessum efnum, skal bent á
hina stórfróðlegu ritgerð hæstaréttardómara Einars
Arnórssonar í 10. árg. Morgnus (1929).
J. A.
Saga dularfulla mannsins (Bradbury)
Sögð af honum sjálfum.
(Erindi flutt á fundi S. R. F. í. 7./5. ’42 af Kr. D.)
Kæru félagssystkini!
Erindi mitt hingað upp í kvöld er það, að ég ætlaði
að lesa fyrir ykkur sögu, sem mér finnst innihalda góo-
ar sannanir fyrir málefni voru, sannanir fyrir framhalds-
lífi og sambándi við þá, sem eru dánir, en lifa þó á öðru
tilverustigi.
Það kann nú að þykja vera að bera í bakkafullan
lækinn, og að það þurfi ekki að vera að segja ykkur þess
konar sögur, þið kunnið þær nógar.
Þið kannizt víst flest eða öll við dr. Alfred Russel
Wallace, hann mun oft hafa verið nefndur hér. Iiann
var hinn ágætasti og mesti vísindamaður, jafnoki hins
heimsfræga vísindamanns Charles Darvins og fann jafn-
snemma honum það sama, sem Darvin varð svo frægur
fyrir. En það skildi á milli, að Wollace var líka einn
hinn ágætasti og mesti brautryðjandi sálari'annsókn-
anna, og hann sagði: ,, Fyrirbrigði spiritismans í heild
þurfa ekki frekari staðfestingar við. Þau eru alveg eins
vel sönnuð eins og nokkrar staðreyndir á öðrum vísinda-
sviðum“.