Morgunn - 01.06.1942, Side 118
112
M O R G U N N
En þó að þetta sé nú þannig og margir fleiri ágæt-
ustu vísindamenn hafi látið sér lík orð um munn fara,
yð sannanirnar séu orðnar yfirfljótanlega nógar til
vísindalegrar þekkingarniðurstöðu, þá er það heildar-
skoðun vísinda- og sálarrannsóknamanna, að það þurfi
að halda áfram að safna saman og hrúga upp nýjum og
nýjum órækum nútíma sönnunum, þangað til öll mót-
staða er bókstaflega að engu orðin, og ekki þá til ann-
srs en að henda gaman að henni, eins og vant er að
gjöra um hvern annan fávitaskap.
Þegar ég hér á dögunum gat um all-langan tíma
ekki annað aðhafzt, en verið að hugsa (eins og það er
rú líka skemmtilegt að láta hugann fara með sig um
alla heima og geima, ekki svo sjaldan í fullkominni
óþökk), þá var þessi mótstaða eitt af því, sem ég var
að hugsa um, velta fyrir mér hvort hún kynni nú að
hafa eitthvað fyrir sér, en ég gat ekki fundið annað
en að hún væri alveg tilefnislaus, því að hvað sem ein-
stökum atriðum líður, þá gera sálarrannsóknirnar og
sannanir fyrir framhaldslífi engum lifandi manni mein.
Fyrir trúarbrögðin og kirkjumenn staðfesta þær að eins
helztu atriðin í kenningu þeirra, sér í lagi kristinnar
trúar. Og þó að stjórnendurnir hinu megin einhuga
séu á móti gömlum kennisetningum, sem nútíma hugsun
þolir ekki, t. d. eilífri útskúfun og friðþægingarkenning-
unni gömlu, — þá er það ekki spiritisma að kenna, þær
retningar mundu falla úr gildi þótt hann væri enginn;
l'VÍ veldur nýguðfræði og aðrar tímabærar stefnur. —
Og fyrir vísindin hafa sálarrannsóknirnar ekki annað
gjört, en leggja þeim upp í hendurnar nýja vísindagrein,
nýtt viðfangsefni til rannsóknar og það er eðli vísind-
anna, að telja sér skylt — og ég held ég megi segja ljúft,
rð taka við hverju slíku viðfangsefni, og hér hinu
þýðingarmestia, sem hugsazt getur, gátu lífs og dauða.
En nú er það aðallega þetta tvennt, sem mótstaðan
stafar frá, trúin og vísindin. Annars vegar stundum