Morgunn - 01.06.1942, Blaðsíða 119
M O R G U N N
113
nieð talsverðri illgirni, að eigna þetta allt djöflinum,
eg af vísindanna hálfu með nokkurri fyrirlitning og
litilsvirðing, það sé fyrir neðan virðingu þeirra. —
En það er í sjálfu sér ekki svo hættulegt, því að það er
gömul og margföld reynsla, að þetta tvennt trú og vís-
indi, sem svo oft eru ósammála, hafa lagzt á eitt að
veita nýjungum harða mótspyrnu, en þó áttað sig eftir
lengri eða skemmri baráttu, því að enginn frýr þeim
niönnum vits, sem þar standa að, en það mun jafnan
fara svo, að saiinleikurinn og vitið verður að síðustu
ofa-n á.
En ég ætlaði nú ekki að þessu sinni að fara lengra
út í þessa gömlu , alkunnu mótstöðu. Hún er í sjálfu
sér og verður enn efni í marga fyrirlestra, ræður og"
i'itgerðir, þar sem saman lendir — hjá þeim, sem til
þess eru færir — heimspeki, trúfræði og vísindum.
En ég hefi í huga aðra mótstöðu og mótstöðumenn,
sem ég held að sé réttast að kalla mótstöðu léttúðar
og kæruleysis. Mér skilst það vera til menn, er lítið háfa
Eugsað um andleg efni eða orðið snortnir af þeim. —
I*eir hafa líklega oft drukkið í sig eitthvað af efnis-
hyggju og halda sig vera ánægða með þá hugsun, að
ckkert líf haldi áfram, þegar heili og hjarta hætta að
starfa. Svo halda þeir sig hafna yfir aðra, sem þessu
halda fram og geta knésett þá og farið um þá háðuleg-
um orðum fyrir hégiljur og hindurvitni.Ein slík rödd kom
ekki alls fyrir löngu fram í einu dagblaðinu hér (Sunnu-
dagsblaði Vísis). Greinarhöf., sem ekki óheppilega
Befndi sig ,,Skugga“, hafði ýmislegt á homum sér og
taldi sig meðal annars eiga sökótt við Sálarrannsókna-
félagið og kallaði það sálarangistarfélagið. Auðfundið
var, að honum þótti þetta gróflega fyndið og smellið
rg sjálfsagt koma vel á vondan. Honum kemur siáan-
lcga ekki í hug, að sálarrannsóknamenn telja félagi
sínu engan vansa eða niðrun, að í sambandi við það
fé talað um sálarangist. Mér vitanlega er ekkert til í
8