Morgunn - 01.06.1942, Page 123
MORGUNN
117
sem væri. En hvað sem um það var, þá fékk ég engar
sannanir, sem nægðu mér; þótt ég væri í óhlutdrægum
hug, höfðu þessir fundir engin áhrif á mig.
Rannsóknin byrjar. Ég mundi eftir, að ég hafði eitt
sinn heyrt frú Helen Hughes segja, að þetta hefði verið
góð sýning, en ég vissi þó ekki á hverju.
En hvað sem um það var, þá ákvað ég nú að fara
á fund miðils. Ég mundi að á fundi frú Iíughes hafði
verið forseti únitaraprestur, sem ég vissi hvað hét og
hafði komizt að því, að hann var frímúrari. Ég hugs-
aði að nota mér þetta til þess að geta fengið fund, en
ákvað að segja honum ekki nafn mitt. Þá komst ég
að því, að hann var fluttur burt í 60 mílna fjarlægð.
Það þótti mér því betra, en daginn, sem ég ætlaði að
fara og finna hann, kom snjóhríð, svo að ég komst ekki.
Það, sem ég ætlaði að fá hjá honum, var nafn og heim-
ilisfang áreiðanlegs miðils í nánd við hann, sem eins og
hann skyldi ekki fá að vita hver ég væri, en því betra
þótti mér sem það væri lengra frá heimili mínu. En snjór-
inn var svo mikill, að það gat ekki orðið af þessari fyr-
irætlan minni.
Þá kom mér til hugar, að í þessum sama bæ var annar
maður, sem hefir ritað í blöðin mörg bréf um spiritisma.
t vandræðum hringdi ég þá til hans. Hann þekkir mig
ekki og ég sagði honum ekki, hver ég væri. Ég sagði
honum, að það, sem ég þyrfti, væri að vita nafn á áreið-
anlegum miðli í svo sem 40—50 mílna fjarlægð. Hann
var mjög kurteis í símanum, en skýrði mér frá, að síðan
styrjöldin byrjaði, hefði hann ekki getað haldið við sam-
bandi um þessi efni, en að kona hans mundi betur geta
aðstoðað mig. Hann sótti hana í símann. og hún vísaði
mér á aðra vinkonu sína í sama bæ og sagði mér síma-
númer hennar.
Ég hringdi hana upp og hún vísaði mér á vinkonu
sína í Leeds og sagði mér símanúmer hennar. Hún vís-
aði mér aftur á ritara Sálarrannsóknafélagsins þar, og