Morgunn - 01.06.1942, Page 126
120
M O RGUNN
samlegri, en þær voru svo einka eðlis og okkur við-
kvæmar, að ég kynoka mér við að birta þær. — Frá
einu atviki get ég skýrt. Frúin sagði: „Hann er áfjáður
um einhvern kæran hlut í vasa yðar innan á“. Ég tók
allt úr innri jakkavösum mínum, en þar var ekkert
annað en ökuskírteini, passamynd og tryggingarskír-
teini. „Já“, sagði hún, „en hann stendur fast á þessu“.
Mér datt þá í hug yfirfrakkinn, sem lá á hvílubekknum
við hliðina á mér. Ég þreifaði í innri vasanum og dró
npp óhreinan silkivasaklút, sem hún greip þegar og
þrýsti að barmi sér. Um þennan klút vil ég aðeins segja,
að hann er mér svo helgur, að ég vildi ekki farga hon-
um fyrir hvað sem væri. Þetta atvik var óræk sönnun
þess, að frú Hughes var í beinu sambandi við drenginn
ininn.
Spyrjið einhverra spurninga. Næsta fund fékk ég
hjá frú Susie Hughes og hún vissi heldur ckki hver ég
væri.
Hún sagði mér margt, sem voru fullar sannanir fyrir
að þ^ð væri beint samband við son minn, en ég vil að
eins nefna eitt atvik. — Þegar hún var komin í trans,
sagði hún: „Sonur yðar er hér. Spyrjið hann einhverra
spurninga, sem yður sýnist. Talið við hann“. Ég sagði
þá mjög smeikur: „Biðjið hann að segja okkur nafn
sitt“. Ég var smeikur um, að ég hefði gengið of langt,
svo að hún yrði að reyna að koma sér hjá að svara. En
hún sagði viðstöðulaust: „Já, já, hann ætlar að segja
okkur nafn sitt, þegar hann er orðinn rólegri og þegar
þér eruð orðinn rólegri". Ég furðaði mig á, hve undan-
íærslulaust hún tók þessari spurningu, sem hefði mátt
skilja svo, að hún væri sprottin af tortryggni. En nú
sagði hún: „Það er með honum lítil, gömul kona —
amma hans — og hún er að hnippa í hann og segir r haltu
áfram D. . B. . og segðu þeim nafn þitt. Og með þess-
um orðum hafði hún einmitt nákvæmlega komið með
nafn hans, gælunafnið á honum.