Morgunn - 01.06.1942, Qupperneq 128
122
M O R G U N N
skrifa. Við komum á réttum tíma, fórum inn og settumst
í sæti okkar. Enginn af þeim, sem við voru, höfðu nokk-
urn tíma séð okkur né heyrt um okkur. Á fundinum kom
til okkar stúlka, og var sagt að andlit hennar mundi
birtast á andliti frú Bullock. Við vorum spurð, hvort við
könnuðumst við þessa stúlku, sem héti M. . . Ég sagði.
að ég gerði það ekki, því að hún var Ijóshærð, en þessi
var með svart hár. Röddin sagði þá, að þeir gætu ekki
breytt háralit frúarinnar, en ég mætti vera viss um, að
þetta væri M. . . og M. . . segði að manninum (nefnilega
mér) þætti vænt um hana, (sem var satt) og að hún
sendi mér kveðju og segði að sér liði vel, því að hún
hefði hitt D. . . Þetta var mjög merkilegt skeyti, en
hvorki frú Bullock né neinn fundarmaður gat gert sér
í hugarlund, hve mikið það þýddi. Þeim hefði ekki verið
unnt að skilja það, en þó var það okkur gersamlega
sannfærandi. Það hefði ekki verið unnt að skýra það á
neinn annan veg, en spiritistar skýra það.
Við erum sannfærð um að sonur okkar lifir, og þó að
við séum enn sorgbitin yfir því, að hann er farinn frá
okkur í líkamanum, þá erum við nú ekki kvalin af þeirri
\onlausu örvæntingu, sem píndi okkur áður en við feng-
um þá huggun, sem spiritisminn einn getur veitt þeim,
sem harmþrungnir eru.
Lof um spíritista. Á einum fundi var konan mín spurð
af hefðarfrú, hvað við héldum um spiritista.
Þeir hafa reynzt okkur hinir ástúðlegustu menn. Þeir
^ita og skilja með dýpri samúðartilfinning en við höfum
fundið hjá þeim, sem eru meira rétttrúaðir.
Frú Bullock sagði við okkur: ,,Þið vitið, hvað stendur
í biblíunni, að þið eigið að safna ykkur fjársjóðum á
himnum. Og nú er þetta gott, þið hafið lagt fyrir dýr-
asta fjársjóð ykkar á himnum, og þegar þið komið yfir
um, mun hann bíða ykkar þar til að heilsa ykkur og
'hjálpa ykkur.