Morgunn - 01.06.1942, Side 131
MORGUNN
125
postulanna eftir andlát sitt, til þess að færa þeim þá ,,ei-
lífðarsönnun“, sem ein dugði þeim, þegar þeirra „barns-
lega trú“ brást þeim með öllu. Þá fyrst, er postularnir
hafa fengið þessa sönnun, sem sýslumanninum finnst
vera óþörf nú, verða þeir færir um, að takast það starf
á hendur, sem meistari þeirra hafði ætlað þeim. Það
er því ljóst, að það er ,,eilífðarsönnunin“ en ekki „hin
barnslega trú“, sem gefur þeim sannfæringarþrekið, sem
gerir hugfallna menn að hetjum. Og það var ekki Tóm-
as einn, sem elcki gat trúað fyrr en ,,eilífðarsönnunin“
kom. Engum lærisveinanna sýnist hún hafa verið óþörf,
þeir sýnast allir hafa þurft þeirrar „eilífðarsönnunar",
sem sýslumaðurinn er nú að fræða oss á, að sé „öndverð
hinni barnslegu trú“. Það er örðugt að verjast þeirri
hugsun, að Jesús Kristur mundi hafa sett þennan al-
inenna kirkjufund með nokkuð öðrum orðum, að því er
til þessara hluta kemur.
Þurfa kristnir Sýslumaðurinn nefnir hinar vísindalegu
menn framar rannsóknir miðlafyrirbrigðanna „nýtízku
vitnanna við? hjóm“, og með hliðsjón af upprisunni
f.pyr hann: „Þurfa kristnir menn annars framar vitnanna
við?“. Ef „kristnir menn“ eru aðeins taldir þeir menn,
sem aldrei hafa komizt í kynni við efasemdirnar um
ódauðleikann, verður svarið vitanlega neitandi. En ef
„kristna menn“ á að telja alla þá, sem innan vébanda
kirkjunnar eru, er hætt við að þeir verði nokkuð margir,
sem afdráttarlaust segjast framar þurfa vitnanna við.
Hér skal ekki um það rætt, hvort það er ákjósanlegt
eða ekki, að menn þurfi frekari vitna við en vitnisburðar
heilagrar Ritningar einnar, en hitt er aðalatriðið, að
mikill fjöldi fólks, líklega mikill meiri hluti fólks á Vest-
urlöndm, er svo reikull í trúnni á framhaldslíf, að hann
þarf þeirra sannana við, sem einar nægðu til þess fyrir
19 öldum, að sannfæna postulana. „Morgunn“ heldur
því þess vegna eindregið fram við hinn háttvirta sýslu-
mann, sem vafalaust hefir hug á að vinna kristninni í