Morgunn - 01.06.1942, Page 134
128
MOKGUNN
Það er prestinum sæmd, að þora að segja frá þessu, því
að margir hafa orðið fyrir furðulegri reynslu í þessum
hlutum, en eitthvert óskiljanlegt sambland af feimni og
hugleysi gerir það að verkum, að þeir þegja. Presturinn
vill gefa Guð dýrðina fyrir dásamlega gjöf, og sér til
verðugs hróss finna þeir það báðir, ritstjórinn og prest-
urinn, að það verður bezt með því gert, að birta almenn-
ingi frásögn af lækningunni. Frásögnin er þó ekki nægi-
lega ítarleg. Fékkst lækningin fyrir bænina eina, eða
var auk hennar einhver jarðneskur maður þarna milli-
liður?
Verð- ^ns og minnst var a í síðasta hefti „Morg-
hækkun. uns“ er verðhækkun á ritinu óumflýjanleg.
Pappír og prentun hafa stórhækkað síðan
styrjöldin brauzt út, og væri vísitölunni fylgt, ætti ritið
nú að kosta röskar 18 krónur árg. S. R. F. í. vill eðíi-
lega gefa ritið út hallalaust, og væntum vér þess að það
verði kleift með því að árg. kosti 15 krónur í þetta sirm,
og til þess þarf þó kaupendum að f jölga nokkuð. „Morg-
unn“ mun aldrei verða gróðafyrirtæki og mun Sálar-
rannsóknafélag Islands því lækka verðið svo fljótt sem
auðið verður. Treystum vér því að kaupendur taki verð-
hækkuninni með vinsemd.