Morgunn


Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 10

Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 10
4 MORGUNN til þes að benda lesendum MORGUNS á það, að í þessari bók má kynnast lífsskoðun Einars H. Kvarans, og hvernig hann ver hana í ritvellinum. Honum gafst hér kærkomið tækifæri til að gera grein fyrir lífsskoðun sinni, skoðun sinni á lífi og listum. Þess vegna geymir þessi bók margt af því, sem hann vildi sízt láta niður falla að segja þjóð sinni. Skiptar verða að sjálfsögðu skoðanir manna enn um viðhorf þessara tveggja ágætismanna. En lesendum verður mikill ávinningur að lesa þessa bók, bæði þeim, sem með ritdeilunni fylgdust á sinni tíð, og kynslóðinni, sem síðan er vaxin úr grasi. í bókaflóðinu fyrir jólin hverfa mönnum margar góðar bækur, vegna þess að þeir komast ekki yfir að kaupa allt og lesa, sem út kemur. Þó mun hið fagra predikanasafn „.. ... Ásmundar Guðmundssonar biskups naumast roffur bok hafa farið fram hjá þeim, sem vilja lesa hið bezta í þeirri grein bókmennta. Allir beztu rithöfundar- eiginleikar höfundar njóta sín í þessu safni: Lærdómur hans í guðfræði, hin ljósa framsetning á óvenju fögru máli, fáguð vandvirkni og skáldlegar myndir víða. Ég get naumast hugsað mér annað en að lesandinn nemi víða staðar í lestrinum við hina tæra, fögru íslenzku, sem biskupinn ritar, íslenzkt gullaldarmál í nútímabúningi, en tilgerðarlaust með öllu og hógvært. Ásmundur biskup nefnir þetta predikanasafn sama nafni og hið fyrra, er miklar vinsældir hlaut: Frá heimi fagnaðarerindisins. Með því vill hann leggja áherzlu á. að kristindómurinn er fagnaðarerindi. Guðsbamagleðin, hið glaða trúartraust, bjartsýnin, — þetta talar til les- andans svo að segja á hverri blaðsíðu bókarinnar. f Nýárs- predikun, sem höf. nefnir: Það sem grær, — segir hann: „Og bjartsýni trúarinnar grær. Boðskapur Jesú var og er fagnaðarerindi. Þegar hann mælti: Guðsríki er ná- , . lægt, — þá brosti sólskin í hlíðum Galíleu- fjalla og Genesaret ljómaði eins og gull- strengja harpa. Gleði gagntók menn yfir Guði og yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.