Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 66
60
MORGUNN
anna, verður haldlítil að vegsögugildi, ef ekki er lotið í
lotningu fyrir honum, sem lögmálin setti og veruleikann
skóp. Nafn hans, sem er ofið inn í víindi þess dúks, er
lífræn þróun nefnist, stendur ekki skráð þar sem eins
konar fagur listvefnaður eða útsaumur. Höfundurinn hef-
ur sett það sjálfur sem ævarandi tryggingu fyrir vöru-
vöndun. Þess vegna skyldi enginn láta hugfallast, þótt
gefa kynni á bátinn við og við og það syrti í álinn annað
slagið. Ef til vill er fráfall og villa ekki með öllu ónauð-
synlegir hlutir á þróunarleiðum lífsins. Svo kölluð synd er
ekki ævinlega svo syndsamleg sem sumir ætla, enda virð-
ast lögmál þau, er þróun valda, ekki sýna óslitinn stíganda
heldur öldugang fram og til baka.
Að skaðlausu mætti minnka sú myndlist, sem málar
myndir af syndspilltum heimi. öllu hollara væri fyrir þá,
sem myndir draga, að þeir hefðust handa um að mála
myndir af veröldinni fullri af Guðs dýrð. Væri þá og
vel, að sú mynd sýndi jafnframt, að í heiminum byggi
gott fólk, þrátt fyrir allt.
Vissulega hefur Drottinn til vor talað fyrir munn spakra
manna á öllum öldum og þá um leið fyrir soninn, eins
og Hebreabréfið orðar það. En þeir vísuðu ekki veginn
með orðspredikun einni saman. Þeir létu einnig heim og
himin tala um hið hljóðláta vegsögugildi þeirra í litum,
fegurð, formi og lögmálum.
Undarlegt má það teljast, að í ritningunni er Drottinn
hvergi látinn tala þil vor fyrir munn konu. Hefði þó vissu-
lega mátt ætla, að hann hefði ekki talið konuna miður
gefna en karlmanninn. I sönnu guðsorði hefði slík grein-
ing ekki átt sér stað. Þetta skilst einungis á þeim grund-
velli, að konan naut ekki jafnréttis í þá daga, og hún
var ekki talin jafnoki mannsins, hvorki að andlegri getu
né efnislegum mætti. Það var beinlínis litið niður á hana.
Þessi synd var vissulega ekki Guði að kenna ,heldur mann-
inum. I flestum löndum hafa nú konur hlotið jafnrétti
á við karlmenn eftir aldalanga baráttu og þær hafa sýnt,