Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 77
Þegar skáldið Shelley dó.
Forspár og hugboð Shelleys.
★
Eitt víðfrægasta Ijóðskáld. Breta var P. B. Slielley, sem
drukknaði af skemmtisnekkju í Miðjarðarhafinu árið 1822,
tæplega þrítugur að aldri. Mörg Ijóða hans eru með því
fegursta, sem á sviði hins Ijóðræna kveðskapar hefir komið
fram. Höfundur þessarar greinar um sálræna reynslu Shel-
leys, einkum í sambandi við drukknun hans, er Pauline
Salzman, er einkum kunn sem útvarpsrithöfundur í Banda-
ríkjunum.
Fjórar ungar manneskjur stóðu á svölum við San Ter-
enzo á Norður-ítalíu, horfðu út á sólgyllt Miðjarðarhafið
og biðu skemmtibáts, sem byggður hafði verið í Genúa
að ósk þeirra. Þetta var árið 1822. Vonarbjarmi leiftraði
í augum þeirra, og samt vonaði hvert um sig, að hin þrjú
hefðu engan grun um þann ótta, sem innra fyrir bjó.
Hvert um sig bjuggu þau yfir illu hugboði í sambandi
við þennan bát. Þessi fjögur voru: brezka stórskáldið
Percy Bysshe Shelley, kona hans og vinir þeirra, hjónin
Edward og Jane Williams.
Ef Mary Shelley var hrædd við nokkurn skapaðan hlut,
þá var það þessi bátur, sem maðurinn hennar beið nú
eftir með eins mikilli þolinmæði og skapsmunir skáldsins
frekast leyfðu. Hann var enn eins og ákafur Etonskóla-
piltur, þótt hann væri nú um þrítugsaldur og hárið væri
byrjað að grána í vöngunum. Enn var hann drengjalegur
í útliti, mjúkvaxinn, grannleitur .