Morgunn


Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 79

Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 79
M 0 R G U N N 73 jarðarhafið og reyndu, hver um sig, að dylja ótta, sem þær vissu ekki, af hverju stafaði. Konurnar tvær voru á valdi kvenlegs, dularfulls innsæis, Shelley og Williams voru á valdi þeirrar kynlegu sýnar, sem skáldinu hafði vitrazt. Nú sá þetta fólk, sem stóð á svölunum á Casa Magni, bátinn koma og sigla mjúklega fyrir oddann á Porto Venere. Don Juan hafði báturinn verið skírður, eftir kvæði Byrons, og maður nokkur, Heslop að nafni, og tveir enskir sjómenn sigldu honum. „Báturinn vakti undrun mína og aðdáun“, skrifaði Wil- liams nokkurum dögum síðar í dagbók sína. „Við Shelley gengum til Lerici og reyndum bátinn og ég er mjög ánægð- ur með hann. Nú höfum við dásamlegt leikfang í sumar“. DON JUAN FÆR NAFNIÐ: ARIEL Að fráskildu þilfarinu var Don Juan vel byggður, og seglin voru ríkuleg. Ch. Vivian, 18 ára gamall sjómaður, sem hafði komið með snekkjunni frá Genúa til La Spezia, varð eftir til þess að hjálpa eigendunum með hana. Shelley gekk algerlega upp í snekkjunni .Þegar veður leyfði ekki að sigla, sátu þeir, hann og Williams, á strönd- inni og töluðu um bátinn. Eða þeir sátu í ímyndaðri káetu og kortlögðu væntanlegar siglingar .... En skyndilega breyttist „Don Juan“ í Ariel. Þótt Shelley og Byron lávarður væru hinir nánustu vinir, slettist upp á vináttuna um sinn. Orsökin hafði verið hin miskunnar- lausa framkoma Byorns við hina óskilgetnu dóttur hans, Allegi'u, sem lá sjúk og dó í klaustri einu langt í burtu, án þess hann skipti sér af henni. Einnig mislíkaði Shelley stórlega framkoma Byrons við Claire Godwin, móður Allegru, í raunum hennar, en Claire Godwin var af fyrra hjónabandi sínu stjúpmóðir Mary Shelley. Þess vegna gaf Shelley lystisnekkju sinni annað nafn, lét hana ekki lengur heita eftir Don Juan, kvæði Byrons, en skírði hana Ariel, sem Shelley nefndi sinn eigin innra mann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.