Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 57
Sigurjón Jónsson, fyrrv. sóknarprestur:
Úrræði
★
„Eftir að Guð forðum hafði oftsinnis talað til feðranna
og með mörgu móti fyrir munn spámannanna, hefur hann
í lok þessara daga til vor talað fyrir soninn“.
Hebr. 1, 1.
I merku íslenzku tímariti er í hverju einstöku hefti
dálkur með yfirskriftinni „Þeir vitru sögðu“. Þar eru
tilfærð ummæli hinna spökustu manna fyrr og nú, um
flest þau meginmál, er mannlífið varðar mestu. Hér er
aðeins um skírt gull að ræða. Þessi spakmæli sýna, að
þráður hinnar spámannlegu andagiptar helzt óslitinn enn
og hefur sem fyrr mikið vegsögugildi. Þó mun mörgum
finnast hljóðara um hina spámannlegu stétt en áður fyrr.
I Israel var um langt skeið litið upp til spámanna, ef
þeir báru það nafn með réttu. Þó urðu örlög margra
þeirra slík, að þeim var fyrirkomið af vanþroska lýði.
Múgur allra alda þolir ekki hina spámannlegu hreinskilni.
Fólkið vill, að spámaðurinn tali að þess vilja en ekki
Guðs, því fór sem fór og fer enn. Þessi saga er ekkert
einkennandi fyrir trúarsviðið. Ýmsum helztu forvígis-
mönnum vísindanna var einnig fyrirkomið og stimplaðir
falskennendur. En spá þeirra lifði og lifir enn, því sanna
spá verður aldrei unnt að jarðsetja. En það er líka til
falsspá. Er varað við henni í helgum fræðum.
Falskennendur finnast enn engu síður en í gamla daga,
ef til vill fjölmennari en nokkru sinni fyrr. Þeir eru í
hópum, hvert sem litið er. Þeir vaða í torfum á vettvangi
stjórnmála, þeir eru fjölmennir í kennslu og kennimanna-
stétt, þeir eiga ítök í vísindum og listum ,sérstaklega þeim