Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 18
12
MORGUNN
kennilega raunverulegur. Hann virtist líta á mig eins og
ég væri í fangaklefa, lokaður inni í hálfrökkri. „Þú lifir
í draumi“, skrifar hann, „ég lifi í veruleikanum". „Það
er eins og ég sé að tala við þig í draumi“. „Ég er einn
hlekkurinn í hinni löngu festi, sem tengir himin og jörð.
Lof sé Guði, hvers meira getur syndugur maður vænzt?“
o. s. frv.
Mér var ókunnugt um það, að móðir mín, sem bjó í
sextíu mílna fjarlægð, hafði misst eftirlætishundinn sinn,
en þann hund hafði faðir minn gefið henni. Sama kvöldið
skrifaðist hjá mér bréf frá honum, þar sem hann vottaði
móður minni samúð sína og staðhæfði, að nú væri hundur-
inn kominn til sín. „Allt, sem elskar okkur og gerir okkur
lífið á jörðunni hamingjusamt, er hjá okkur hér“, var
skrifað í bréfinu. Heilögu leyndarmáli, sem engum var
kunnugt um nema föður mínum og móður og snertu atvik,
sem gerðust áður en ég fæddist, var ljóstrað upp við
mig í einu bréfinu, og þessu bætt við: „Segðu móður
þinni þetta, og þá mun henni verða ljóst, að það er ég,
faðir þinn, sem skrifa þetta“. Móðir mín hafði fram að
þessu ekki getað viðurkennt, að bréfin væru frá föður
mínum, en þegar ég sagði henni þetta, brá henni svo við,
að hún féll í ómegin. Upp frá þeirri stundu urðu þessi
bréf dásamleg huggun fyrir hana, en faðir minn og hún
höfðu elskazt svo mikið í fjörutíu samveruár, að það lá
við að hún gæti ekki afborið andlát hans.
Hvað sjálfum mér líður, er ég sannfærður um. að faðir
minn, persónuleiki hans, lifir, eins og hann væri blátt
áfram ennþá inni í skrifstoíu sinni, en dyrnar væru læst-
ar. Hann er ekki fremur dáinn en væri hann bráðlifandi
vestur í Ameríku.
Ég hefi borið saman málfarið og stílinn á þessum
bréfum við málfarið og stílinn á því, sem ég skrifa —
og ég er ekki óþekktur fyrir ritgerðir mínar í tímaritum
—, á þessu tvennu er mikill munur.
Ég hefi adrei orðið fyrir neinum af þeim undraverðu