Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 17
Bréfin frá föður mínum
★
„Faðir minn var vísindamaður, prestur og skáld. Hann
var þeirra manna, sem ég hefi kynnzt, líkastur Kristi,
mildur og göfugur, og þó gæddur stálvilja. Hann var
mér meira en bróðir. Ég hafði lagt stund á samanburð
trúarbragðanna, og hafði með rannsóknum mínum í þeim
efnum rakið þráðinn í gegn um Isis og Osiris, Meda- og
Persatrú, Hindúatrúarbrögðin og þau kínversku að upp-
sprettunni í Yucutan-átrúnaðinum. Ég hafði horfið frá
þeim átrúnaði, sem mér hafði verið innrættur, en varð-
veitt sterka trú á Guðdóminn sem frumorsök lífsins, og
andann. Þetta hafði valdið föður mínum sorgar, þótt hann
væri nógu djúpvitur og víðsýnn til að skilja, að það felst
meiri trú í drengilegum efa en öllum trúarjátningum.
Einni viku eftir jarðarför föður míns sat ég önnum
kafinn við að skrifa verzlunarbréf. Þá var skyndilega eins
og eitthvað kæmist upp á milli handar minnar og heilans,
og hönd mín skrifaði með undraverðum hraða bréf, sem
var undirskrifað af föður mínum og tjáði sig koma frá
honum. Ég vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið og hægri
hlið mín og hönd var köld og dofin. Um eins árs skeið
eftir þetta komu slík bréf iðulega og alltaf algerlega á
óvænt. Innihald þeirra vissi ég aldrei fyrr en eftir á,
að ég las þau í gegn um stækkunargler, því að skriftin
var örsmá. I þeim var geysimikið efni, sem ég gat ekki
með nokkuru móti haft þekkingu á. Guðifræðin í þeim var
ekki í samræmi við rétttrúnaðarguðfræðina. Faðir minn
staðhæfði, að staðurinn, sem hann ætti heima á, væri ein-