Morgunn


Morgunn - 01.06.1960, Side 17

Morgunn - 01.06.1960, Side 17
Bréfin frá föður mínum ★ „Faðir minn var vísindamaður, prestur og skáld. Hann var þeirra manna, sem ég hefi kynnzt, líkastur Kristi, mildur og göfugur, og þó gæddur stálvilja. Hann var mér meira en bróðir. Ég hafði lagt stund á samanburð trúarbragðanna, og hafði með rannsóknum mínum í þeim efnum rakið þráðinn í gegn um Isis og Osiris, Meda- og Persatrú, Hindúatrúarbrögðin og þau kínversku að upp- sprettunni í Yucutan-átrúnaðinum. Ég hafði horfið frá þeim átrúnaði, sem mér hafði verið innrættur, en varð- veitt sterka trú á Guðdóminn sem frumorsök lífsins, og andann. Þetta hafði valdið föður mínum sorgar, þótt hann væri nógu djúpvitur og víðsýnn til að skilja, að það felst meiri trú í drengilegum efa en öllum trúarjátningum. Einni viku eftir jarðarför föður míns sat ég önnum kafinn við að skrifa verzlunarbréf. Þá var skyndilega eins og eitthvað kæmist upp á milli handar minnar og heilans, og hönd mín skrifaði með undraverðum hraða bréf, sem var undirskrifað af föður mínum og tjáði sig koma frá honum. Ég vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið og hægri hlið mín og hönd var köld og dofin. Um eins árs skeið eftir þetta komu slík bréf iðulega og alltaf algerlega á óvænt. Innihald þeirra vissi ég aldrei fyrr en eftir á, að ég las þau í gegn um stækkunargler, því að skriftin var örsmá. I þeim var geysimikið efni, sem ég gat ekki með nokkuru móti haft þekkingu á. Guðifræðin í þeim var ekki í samræmi við rétttrúnaðarguðfræðina. Faðir minn staðhæfði, að staðurinn, sem hann ætti heima á, væri ein-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.