Morgunn


Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 62

Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 62
56 M O R G U N N Vegna þess ber og annarri persónu þessarar þrenningar að víkja úr sæti eins og þeirri fyrstu, þar til annar og betri læknisdómur verður fundinn, sem bætir hann upp. Þriðja persóna þessarar þrenningar: Hófsemi í hleypi- dómum. Eftir þessari kenningu að dæma þurfa hleypidómar ekki að vera illir í sjálfu sér, sé aðeins gætt hófs í notkun þeirra. Og þar sem þeir eru teknir upp í hina heilögu viðreisnarþrenningu, er þeim vissulega ætlað nokkurt hlut- verk til umbóta í heiminum. Óbreyttum borgara mun þó finnast, að unnt væri að finna eitthvað annað bjargráð, sem betur væri til þess fallið að endurreisa það, sem aflaga fer. Orðið sjálft, hleypidómur, virðist ekki spá neinu góðu sem úrræði til viðreisnar hnignandi þjóðfé- lögum, enda þótt hófs sé gætt. Vafalaust mun orðið hleypi- dómur þýða dóm, sem hleypt er af stokkunum, án þess að hann sé rökstuddur til nokkurrar hlítar. Eru slíkir dómar sjaldnast mikils metnir hjá skynbæru og réttsýnu fólki, enda ganga þeir stundum undir nafninu sleggju- dómar. Þó að rannsakaðar væru allar ritningar jafnt kristinna manna sem og annarra manna ritningar, mundi hvergi finnast svo mikið sem einn stafkrókur ,er gæfi til kynna, að hleypidómar hefðu nokkru hlutverki að gegna í við- reisnarstarfi heimsins. Hefði hins vegar svo verið, mætti búast við, að einhvers staðar í þeim ritningum hefði mátt finna boðskap eitthvað á þessa leið: — Far þú um heim- inn og kunnger hófsemi í hleypidómum allri skepnu. — Þeir sem tækjust slíkt trúboð á hendur yrðu áreiðanlega ekki öfundsverðir af starfi sínu. Þess sér og hvergi stað í byggingu heimsins, að hleypidómar eigi þar mikil ítök. Þvert á móti má eygja þar ýtrustu nákvæmni í öllu starfi. Ef skyggnst er inn í örsmæðina, verður hvergi vart hleypidóma. Þar eru lögð óbrengluð frumdrög að öllu því, er síðar á að verða. Þar eru engin frumhlaup til,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.