Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 80
74
MORGUNN
19. júní bárust góðar fréttir til Casa Magni. Rithöf-
undurinn Leigh Hunt, sem þeir Shelley og Byron ætluðu
að stofna ársfjórðungsritið The Liberal í samvinnu við,
var kominn til Genúa. Shelley hlakkaði mikið til að hitta
hann, en það fórst fyrir vegna veikinda konu hans, sem
þessa dagana fæddi ófullburða fóstur. 1 sambandi við
þetta varð Mary Shelley ljóst, að maður hennar þjáðist
af einhverjum óræðum grun um yfirvofandi hættu, eins
og hún sjálf.
SHELLEY SÉR TVÍFARA SINN.
Mary Shelley segir svo frá í dagbók sinni: „Hann segir
mér, að nú um skeið hafi hann séð margar sýnir. Hann
kveðst hafa mætt sjálfum sér á gangi hérna í brekkunni,
og hafi tvífari sinn ávarpað sig og sagt við sig: Hversu
lengi ætlar þú að vera ánægður? .... Þegar Shelley hefir
verið veikur, hefir hann oft séð slíkar sýnir. En undar-
legast var, þegar frú Williams sá hann þannig. Jane
Williams er raunar tilfinningarík kona, en hún er ekki
gædd ríku ímyndunarafli og er fjarri því að vera tauga-
veikluð, hvorki í vöku né svefni. Daginn áður en ég veikt-
ist stóð hún við hliðina á Trelawny hérna við gluggann
og horfði út á pallinn fyrir utan húsið. Þá þóttist hún
sjá Shelley ganga fram hjá glugganum, eins og hann var
raunar oft vanur að gjöra, frakkalaus og jakkalaus. Og
hún sá hann óðara aftur ganga sömu leið. Þar sem ómögu-
legt var fyrir hann að ganga aftur sömu leið, nema með
því að fara fyrst yfir vegg, sem var tuttugu fet frá staðn-
um, brá henni mjög við þetta og hrópaði: „Guð komi til,
getur Shelley hafa stokkið niður af veggnum? Hvað er
þetta!“ Trelawny svaraði: „Shelley? Hann hefir alls ekki
gengið hér fyrir, hvað eigið þér við?“ Trelawny segir,
að svo hafi Jane Williams brugðið, er hann sagði þetta,
að hún hafi titrað og skolfið. Og svo reyndist, að þegar
þetta gerðist, var Shelley langar leiðir í burtu“.
Shelley lagði mikið upp úr þessu, að „sjá sjálfan sig“