Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 78
72
MORGUNN
Einhver ótti hafði gripið Mary Shelley, óðara og hug-
myndin um þennan bát varð til. f Pisa höfðu hjónin kynnzt
Williamshjónunum, sem urðu nánustu vinir þeirra. Þegar
þeim karlmönnunum kom saman um, að láta byggja fyrir
sig bátinn í Genúa, hafði Mary skrifað í dagbók sína á
þessa leið: „Við ákváðum hlæjandi að láta byggja bátinn,
þótt eiginmennirnir gerðu út um þetta, án þess að spyrja
um hug eða samþykki okkar kvennanna. Ég segi ekkert,
en mér er illa við þennan bát .... Það mundi ekki koma
að neinu haldi, þótt ég færi að andmæla ,aðeins skemma
ánægjuna fyrir karlmönnunum“.
Hjónin tvenn tóku nú á leigu húsið Casa Magni, og
þá kom til þeirra Edward John Trelawny, hinn allsstaðar-
nálægi „Tren“, sem víða er getið í minningabókum Shel-
leys. Hann var yngri sonur liðsforingja frá Cornwall og
konu hans. Hann var fæddur af glæsilegri fjölskyldu,
elskaði ævintýralíf, og honum hafði verið tekið opnum
örmum í vinahópinn litla, sem bjó þetta sumar í fallegu
leiguhúsi nálægt fiskibæ á austurströnd Speziaflóa.
BARNIÐ ÚR HAFINU.
6 .maí 1822 hafði Williams ritað þetta í dagbók sína:
„Eftir að við drukkum teið okkar í dag, gekk ég með
Shelley meðfram ströndinni. Við nutum þess að skoða
leik tunglskinsins á vatnsfletinum, en þá fór Shelley að
kvarta yfir því, að hann væri alveg óvenjulega tauga-
óstyrkur. Hann nam skyndilega staðar, greip þétt í hand-
legg migg og ofsalega og starði fast á hvítt sjávarlöðrið
fyrir neðan fætur okkar. Ég sá, að honum var mjög
brugðið og spurði hann, hvað væri að. Hann svaraði:
„Þarna er það aftur, þarna!“ Hann náði sér innan stund-
ar og kvaðst hafa séð nakið barn rísa upp úr sjónum,
klappa glaðlega saman höndum og brosa til sín. Shelley
sagði Williams ennfremur, að þetta barn væri Allegra,
hin látna dóttir Byrons lávarðar.
Nú stóðu þessar fjórar manneskjur, horfðu út á Mið-