Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 73
MORGUNN
67
laust, að það sé sálin ein, sem lifi, og hún sé ólíkamleg.
Aðal-einkenni hennar er meðvitundin, hugsun, minni, þrár
og tilfinningar. 1 þessu lífi stendur hin ólíkamlega sál
í sambandi við efnislíkamann, en í dauðanum rofnar þetta
samband, og sálin heldur áfram að lifa líkamalaus. Margir
spekingar hafa aðhyllzt þessa skoðun.
Samkvæmt þessum tveim ólíku skoðunum á framhalds-
lífinu má hugsa sér annan heim á tvennan hátt. Við getum
hugsað okkur annan heim líkamlegan, búinn til úr ein-
hverju efni. Hann væri þá umhverfi ijósvakalíkamans eða
astrallíkamans og búinn til úr sams konar æðra efni.
Þessi líkami hefði að sjálfsögðu einhverskonar skilningar-
vit, þótt þau kynni að vera ólík þeim, sem við nú höfum,
og með þeim myndum við skynja umheiminn og þar á
meðal æðri líkami annarra sálna, jafnvel sálna, sem aldrei
hafa íklæðst jarðneskum líkama.
Ef við hugsum okkur annan heim svona, þá hlýtur
hann að vera í einhverju rúmi. En ef svo er, hvar er
hann þá? Er hann uppi í himninum eða niður í iðrum
jarðar? Getum við komist þangað með eldflaugum eða
með því að grafa göng ofan í jörðina? Nei, slíkt væri
misskilningur. Við höfum enga ástæðu fyrir fram til að
álíta, að það rúm, sem við lifum nú í, sé hið eina mögu-
lega. Það gætu vel verið til tveir heimar, hvor öðrum
óháður, og meir að segja fleiri en tveir. Rúmið þar gæti
meir að segja hafa fleiri víddir en þrjár, og orsakalög-
málið þar gæti verið mjög ólíkt lögmálum eðlisfræðinnar.
En snúum okkur nú að hinni skoðuninni, um líkama-
lausa sál. Getur nokkur annar heimur þá verið til? Já,
ég hygg að svo sé. Við getum hugsað okkur hann sem
nokkurskonar draumaheim. Fólk spyr stundum, hver sé
tilgangurinn eða marlaniðið með þessu lífi. Þessi spurn-
ing er ekki eins meiningarlaus og hún sýnist vera. Til-
gangurinn gæti verið sá, að útvega okkur minningar, til
þess að skapa úr hugmyndaheim, þegar við erum dauðir.