Morgunn


Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 40

Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 40
34 MORGUNN sagði, að slíkar jarðarfarir færu fram aðeins á morgn- ana og spurði, hvort henni hentaði kl. 11. Kitty játaði því, og jarðarförin fór fram eins og ákveðið hafði verið. Næstu mánuði var Kitty önnum kafin við að svara þeim rúmlega 1700 samúðarskeytum, sem henni bárust hvaðan- æva að. 1 janúar fór hún að athuga eftirlátin handrit Alfreds, og ekki leið á löngu, unz hún rakst á handritið af sögubroti þessu. Hún fór að lesa hina smágerðu skrift Alfreðs fyrir skrifara sínum og hugsaði með sjálfri sér, að það væri skrítið, að hún hefði aldrei lesið handritið áður, því Alfred hefði verið vanur að lesa henni sögur sínar, kapítula fyrir kapítula, en af þessari sögu hafði hún aldrei heyrt eitt einasta orð. „Fyrsti kapítuli. Jarðarförin", las hún. Sviðið var svefnherbergi hins kunna útgefanda Gregors Meisters. Dóttir hans var nýkomin til hans með blöðin og morgunmatinn, eins og hún var vön. Kitty brosti þegar hún þekkti sig og föður sinn. Síðan sagði Alfred nánara frá persónunum og að þetta gerðist í nóvember. Síðan lét hann hana segja við föður sinn: „Meðal annarra orða, pabbi, jarðarförin á að fara fram kl. 11, í Skógarkirkju- garðinum“. Síðan skiptust þau á nokkrum orðum, og kom þá í ljós, að sá dáni var mikilsvirtur rithöfundur. Og að lokum sagði dóttirin eftir dálitla þögn, eins og meða-l annarra orða: „í dag er 20. nóvember“. Þegar Kitty las þessi orð, rak hún upp óp ,og skrifar- inn stökk á fætur og spurði, hvað væri að. En Kitty gat ekki svarað. Hennar ástkæri Alfred hafði, meira en tveim- ur árum áður en hann dó og mánuði áður en fyrstu sjúk- dómseinkenni gerðu vart við sig, sagt fyrir sína eigin jarðarför í Skógarkirkjugarðinum í Munchen 20. nóvemb- er, kl. 11 fyrir hádegi. Ritstjóri tímaritsins Tomorrow, sem frásögn þessi er tekin úr, segist hafa skjallegar sannanir fyrir því, að hér sé að öllu leyti rétt frá skýrt. Katrín J. Smári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.