Morgunn - 01.06.1960, Side 40
34
MORGUNN
sagði, að slíkar jarðarfarir færu fram aðeins á morgn-
ana og spurði, hvort henni hentaði kl. 11. Kitty játaði
því, og jarðarförin fór fram eins og ákveðið hafði verið.
Næstu mánuði var Kitty önnum kafin við að svara þeim
rúmlega 1700 samúðarskeytum, sem henni bárust hvaðan-
æva að. 1 janúar fór hún að athuga eftirlátin handrit
Alfreds, og ekki leið á löngu, unz hún rakst á handritið
af sögubroti þessu. Hún fór að lesa hina smágerðu skrift
Alfreðs fyrir skrifara sínum og hugsaði með sjálfri sér,
að það væri skrítið, að hún hefði aldrei lesið handritið áður,
því Alfred hefði verið vanur að lesa henni sögur sínar,
kapítula fyrir kapítula, en af þessari sögu hafði hún aldrei
heyrt eitt einasta orð.
„Fyrsti kapítuli. Jarðarförin", las hún.
Sviðið var svefnherbergi hins kunna útgefanda Gregors
Meisters. Dóttir hans var nýkomin til hans með blöðin
og morgunmatinn, eins og hún var vön. Kitty brosti þegar
hún þekkti sig og föður sinn. Síðan sagði Alfred nánara
frá persónunum og að þetta gerðist í nóvember. Síðan
lét hann hana segja við föður sinn: „Meðal annarra orða,
pabbi, jarðarförin á að fara fram kl. 11, í Skógarkirkju-
garðinum“. Síðan skiptust þau á nokkrum orðum, og kom
þá í ljós, að sá dáni var mikilsvirtur rithöfundur. Og að
lokum sagði dóttirin eftir dálitla þögn, eins og meða-l
annarra orða: „í dag er 20. nóvember“.
Þegar Kitty las þessi orð, rak hún upp óp ,og skrifar-
inn stökk á fætur og spurði, hvað væri að. En Kitty gat
ekki svarað. Hennar ástkæri Alfred hafði, meira en tveim-
ur árum áður en hann dó og mánuði áður en fyrstu sjúk-
dómseinkenni gerðu vart við sig, sagt fyrir sína eigin
jarðarför í Skógarkirkjugarðinum í Munchen 20. nóvemb-
er, kl. 11 fyrir hádegi.
Ritstjóri tímaritsins Tomorrow, sem frásögn þessi er
tekin úr, segist hafa skjallegar sannanir fyrir því, að
hér sé að öllu leyti rétt frá skýrt.
Katrín J. Smári.