Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 16
10
MORGUNN
ljúfur og auðveldur hann var í umgengni og samræðum.
En með sinni dæmalausu, mjúku og fáguðu hægð komst
hann fyrr að marki en þeir, sem gusa meira. Þetta var
sjálfsagt gömul erfð, gull sem hafði mótast með göfugum
stofnum, lcynslóð fram af kynslóð, en við þetta gull hafði
hann vafalaust lagt mikla rækt sjálfur.
Að sjálfsögðu þurfti hann oft að leiðrétta þá, sem mikl-
um mun minna vissu en hann. En hann gerði það sem
jafningi þeirra, er hann talaði við, og þó var kímnigáfa
hans rík, en hún var fáguð. Ég hlýddi á samræður hans
og allmargra manna, svo að ég veit, hvað ég er að segja.
Hann var meistari málsins, tungunnar, engu síður í
mæltu máli en þá, er hann hélt á penna. En hann flúraði
aldrei mál sitt tilgerð eða óeðlilegu orðaskrúði. Hann hugs-
aði afburða ljóst, og með frábærri leikni bjó hann hugs-
unum sínum þann búning, sem hæfði.
Af sjónarhóli hárrar elli leit hann að lokum yfir langan
og fágætan feril. Um 60 ára skeið hafði hann átt ríkari
þátt en samlandar hans flestir í því að manna þjóð sína.
Hann hafði átt náin samskipti við flesta merkustu sam-
tíðarmenn sína hér á landi í hálfa öld. Hann var víðför-
ulli en þeir flestir í heimi bókmennta og vísinda. Með
heiðri sjón horfði hann yfir þennan mikla æviferil. sögu
og örlög kynslóða. En svo yfirlætislaus var hann, auð-
veldur og ljúfur, að við hann mátti hvert barn sem jafn-
ingja mæla.
Vér helgum honum þetta kvöld. Og þá er mönnum að
sjálfsögðu meira í mun, að heyra hann sjálfan tala í verk-
um sínum en að hlusta á aðra menn tala um hann. Þess-
vegna læt ég hér þessu ófullkomna máli dýrmætra minn-
inga lokið, svo að hann fái sjálfur sagt eitthvað af því,
sem honum vinnst tími til að segja við oss í kvöld.
Jón AuSuns.