Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 53
MORGUNN
47
mönnum eins auðvelt og dáleiðsluástandið gerir, að taka
á móti sefjun. T. d., sé sagt við mann, sem sefur léttum
svefni, að innan skamms muni hann vakna ákaflega þyrst-
ur, muni margir raunverulega vakna innan skamms þurrir
í kverkum og biðja um vatn. Þá kann „cortex“ að vera
óstarfhæfur til að geta hugsað beint, en nógu starfhæfur
til þess að geta tekið við sefjuninni og senda hana hinu
sjálfráða (,,autonomic“) taugakerfi.
Hinn víðkunni sænski læknir og tilraunamaður, Wetter-
strand, náði sérstaklega glæsilegum árangri með dáleiðslu-
tilraunum á sofandi börnum. Eftir aðferðum hans vinna
margir í dag. Sjálfur hefi ég séð merkilegan árangur af
svefnkennslu, sem notuð var við smáböm .
Það er auðvelt að gera sér af þessu ljósar staðreyndir,
sem eini*æðisherrunum kæmu vel. Við rétt skilyrði er
sefjun sofandi manna því nær eins vel virk og sefjun
dáleiddra manna. Flest það, sem unnt er að gera við dá-
leiddan mann, er unnt að gera við hann í eðlilegum, léttum
svefni. Sefjun með orðum er unnt að senda í gegn um
sofandi „cortex“ til miðheilans og áfram til hins sjálf-
ráða taugakerfis.
Það er auðveldara að sefja sofandi börn en fullorðna,
og myndu einræðisherrar færa sér það í nyt. Börn í barna-
heimilum og uppeldisheimilum myndu verða sefjuð meðan
þau fengju síðdegisblundinn. Fyrir eldri böm, og þá sér-
staklega börn flokksfélaganna, sem á að ala upp sem verð-
andi leiðtoga, stjórnendur og kennara, mundu verða stofn-
aðir heimavistarskólar, þar sem svefnkennslu um nætur
mun verða bætt við ýtarlega kennslu á daginn. Og verk-
efnin myndu finnast víðar, í fangelsum og á vinnustöðv-
um, í herskálum og á skipum á hafi úti, í lestum og flug-
vélum um nætur og í hinum dapurlegu biðsölum vagn-
stöðva og járnbrauta. Þótt sef jun allra þessara hópa heppn-
aðist ekki nema að einum tíunda hluta, yrði árangurinn
stórfenglegur og einræðisherranum stórlega eftirsóknar-
verður.