Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 81
MORGUNN
75
með þessum hætti. Hann las rit Goethes mjög og af mik-
illi alvöru. Hið mikla, þýzka skáld hafði ritað um tvífar-
ann, Doppelgánger, þar sem slík sýn boðar yfirvofandi
dauða þess, sem þannig sér sjálfan sig, tvífara sinn.
Alla ævi hafði Shelley haft hinn mesta áhuga fyrir sál-
rænum efnum, þótt hann væri hinsvegar eindreginn skyn-
semistrúarmaður og ásakaður um guðleysi. Þegar hann
var lítill drengur heima í Field Place, hafði hann hugsað
sér hið gamla ættaróðal fullt af vofum framliðinna, og
það engum smáræðisvofum. Skólabróðir hans í Eton skrif-
ar: „Hann drakk bókstaflega í sig bækur um drauga og
draugagang í gömlum húsum. Með unaði og ákefð hlust-
aði ég á sögur hans um reimleika, svipi og vofur. Hann
var miklu þroskaðri en ég, og hann hugsaði þá mikið
um heiminn hinum megin grafarinnar“.
HELFÖRIN
Það var orðið ákaflega heitt í veðri 1. júlí. Shelley og
Williams sigldu til Livorno til þess að hitta þar Byron
og Leigh Hunt. Þeir ætluðu að ræða þar saman peninga-
mál, en konur þeirra fóru ekki í ferðina. Upp úr hádegi
hafði farið að blása og loftið orðið svalara. Þráður svali
var kominn, fólk streymdi í kirkjurnar til þess að biðja
um hið langþráða regn og helgir dómar dýrlinganna voru
bornir út á sólbrennd strætin.
Þeim Shelley og Williams gekk vel til Livorno. Ásamt
Leigh Hunt héldu þeir áfram til Pisa og voru þar gestir
Byrons í höll hans. En þar urðu þeir fyrir vonbrigðum.
Fyrir áhrif nokkurra vina sinna, hafði Byron skipt um
skoðun og ákveðið að stöðva útgáfu tímaritsins.
Síðari hluta dagsins skoðuðu þeir Shelley og Hunt sig
um í borginni. Á mánudegi 8. júlí, um kl. 3 síðdegis, lögðu
þeir Shelley og Williams af stað á Ariel fyrir Lerici. Úr
suðvestri hrúguðust upp dimm ský og skyggðu hafflöt-
inn, sem áður hafði verið blár í sólarljómanum. Stýri-
manninum leizt ekki á blikuna, en samt var haldið áfram