Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 9
MORGUNN
3
Kvaran, Þóra Borg og Lárus Pálsson fluttu kafla úr
ritum Kvarans í bundnu og óbundnu máli, og Kristinn
Hallsson söng nokkur af ljóðum hans. Þessi samfellda
dagskrá þótti takast með ágætum. Þá flutti próf. dr.
Steingrímur J. Þorsteinsson fyrirlestur um afmælisbarnið
á vegum Háskóla íslands í hátíðasalnum og annað styttra
erindi á afmælishátíð, sem Þjóðleikhúsið helgaði hinum
ástsæla rithöfundi sama kveld. Var mikill rómur gerður
að báðum þeim erindum prófessorsins. Ríkisútvarpið fékk
Guðmund Hagalín rithöfund til þess að flytja afmælis-
erindi í Ríkisútvarpinu. Víða í blöðum og tímaritum var
Einars H. Kvarans minnzt um þessar mundir, einkum í
Reykjavík. En í tímaritinu Heima er bezt, birti Steindór
Steindórsson menntaskólakennari snjalla minningargrein.
Hvarvetna var afskipta E. H. Kv. af sálarrannsóknamál-
inu getið með skilningi og skynsemd. Aldaminningin sýndi,
hve mikilla vinsælda rithöfundurinn, mannvinurinn og
skáldið Einar H. Kvaran nýtur enn, þótt liðin séu nú rúm
20 ár síðan hann andaðist nærfellt áttræður. Þá gaf
Almenna bókafélagið út ritgerðasafn eftir E. H. Kv.,
Mannlýsingar, með prýðilegustu grein um höf. eftir Tómas
Guðmundsson skáld. Munu lesendur MORGUNS gleðjast
yfir þeim verðskuldaða sóma, sem minningu Einars H.
Kvarans var sýndur og þeim ástsældum, sem þessi marg-
þætta aldarminning sýnir að hann nýtur með þjóðinni
enn. Einn þáttinn í þeim ástsældum ber vafalaust að
þakka brautryðjendastarfi hans fyrir sálarrannsóknamálið
hér á landi.
I beinu áframhaldi af þessari aldarminningu hefir Menn-
ingarsjóður síðan gefið út í lítilli bók ritdeilu þeirra E.
H. Kv. og Sigurðar Nordals. Þessa ritdeilu telja margir
hina merkustu, sem hér á landi hefir
verið háð. Áttust þar við tveir viður-
kenndir gáfumenn og ritsnillingar. Það er því mesta þarfa-
verk að gefa nú út þessa merku ritdeilu í einu lagi, enda
mun þessi litla bók verða mikið lesin og keypt. Er ástæða
Skiptar skoðanir