Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 43
MORGUNN
37
En til þess að skafa það allt saman af,
er ævin að helmingi gengin.
En er það víst, að til þess endist mér eða þér ævin hálf,
eða heil, að „skafa það allt saman af“? „Sæðið grær og
vex“, sagði Kristur, og akurinn stendur í fyllingu támans
þakinn öllum þeim gróðri, sem til var sáð.
Vér tölum um hinn frjálsa mann, og fyrir viljafrelsi
hans innan allvíðra takmarkana verðum vér að gera ráð,
því að ella væru ræturnar grafnar undan ábyrgðartilfinn-
ingunni og siðræn viðleitni markleysa. En hver er óháður
öllu öðru en eigin, frjálsum vilja?
Tökum dæmi: Ef þú værir fæddur austur á Ceylon,
væru allar líkur til þess, að þú værir Búddhatrúarmaður.
En vegna þess að þú ert fæddur hér í kristnu þjóðfélagi,
ertu kristinn, og þannig er þér það ekki sjálfrátt. Ef
þú værir fæddur í brezkum útgerðarbæ, er allsendis óvíst,
að þú litir sömu augum á fiskveiðilögsögu íslendinga og
þú gerir nú.
Þú ert háður þeirri erfð, sem uppruni þinn og ætt hafa
iagt þér til. Þú ert háður umhverfinu, sem þú lifir í, og
það mótar þig miklu meira en þér kann að vera ljúft að
játa. Þú drekkur í þig áhrif þess með móðurmjólkinni.
Þú andar þeim að þér frá umhverfi þínu. Þau seitla inn
í sál þína frá þeim, sem þú umgengst. Þau berast að sál
þinni víðar að en þú veizt. Hvert orð, sem þú les, verður
eitt slíkt frækorn. Hver hugsun annars manns, sem að
sál þinni berst, og einkum ef þú gefur þig viljandi henni
á vald, verður frækorn, sem í sál þína fellur. Og ef þú
trúir orðum Krists um innblástur frá æðri heimum, og
þá að sjálfsögðu einnig á ranghverfu innblástursins:
áhrif frá lægri lífssviðum, sem Kristur talaði skýlaust
um og Páll postuli þrásinnis af sannfæringarkrafti, þá
hlýtur þú að gera ráð fyrir því, að frækornin berist inn
í sál þína víðar að en frá jarðneskum heimi.
Já, þetta er rétt, kannt þú að segja, en hinu er ég ófáan-