Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 70
64
MORGUNN
gólfinu, án þess að hafa fariö í gegn um tjaldið sjálft.
Með öllum hugsanlegum hætti reyndu menn að skýra
þetta „steinaregn". Menn reyndu að geta sér þess til að
orökin væri nýafstaðinn hvirfilvindur, hann hefði þyrlað
steinunum upp í loftið og nú væru þeir að falla til jarðar
í Pumphrey. En skynsamir menn sáu, að ekki gat svo
verið, með því að bæði voru steinarnir rykugir og féllu
svo léttilega niður, að úr mikilli hæð gátu þeir ekki komið.
Lögreglusérfræðingar í fingraförum rannsökuðu stein-
ana. Á þeim fundust engin fingraför .
Reimleihum kennt um.
Menn komust nú að lokum að þeirri niðurstöðu, að hér
væru reimleikar á ferðinni. Sálarrannsóknamenn bentu á,
að svipuð dularfull fyrirbrigði hefðu gerzt í júní árinu
áður í smáþorpinu Maynup í 100 mílna fjarlægð suð-
vestur af Pumphrey. Þar höfðu blaðamenn og þorpsbúar
orðið lostnir þeirri furðu, að sjá skeið koma fljúgandi
út úr mannauðum kofa. Á eftir skeiðinni komu fljúgandi
út úr kofanum flöskutappi og epli. Þá heyrðist barn gráta
í mannauðum kofanum, en enga sýnilega orsök var unnt
að finna. Síðar féllu líka steinar niður í þessum kofa.
Eigandi kofans var beðinn að fara burt og jörðin kring
um kofann var plægð, svo að ekki væri unnt að nálgast
hann, nema skilja eftir spor í jörðina. En samt héldu
steinar áfram að falla í kofanum.
Á mánudagsmorgni varð steinaregnið í Pumphrey mest
og náði yfir víðast svæði. Herra Donaldson greip símann
og símaði til blaðsins Morning Herald: „Þeir eru að falla
í þessu augnabliki. Bryan sonur minn heldur einum þeirra
í hendi sér, og hann er á stærð við fjögur hænuegg. Þessi
steinn féll niður fáein fet frá syni mínum. Einn steinninn
féll í höfuð syni mínum og ljósmyndari frá Perth, sem
var hér í dag, komst nauðuglega undan einum steininum
með því að sveigja höfuð sitt undan“ .
Nú voru innbornu mennirnir í þjónustu Donaldsons