Morgunn - 01.06.1961, Side 10
4
M 0 R G U N N
Það sem einna fyrst vakti athygii mína, var að svo
merkir menn, ekki fáir með heimsfrægð fyrir önnur vís-
indaafrek, höfðu fjallað um málið með jákvæðum árangri,
að ef ég mætti ekki taka á þeim nokkurt mark yrði það
býsna margt annað, sem ég hafði lært og lesið, sem ég yrði
þá að varpa fyrir borð og hætta að taka mark á. Andstæð-
ingar málsins reyndu að gera spíritista hlægilega fyrir
það, hve þeir treystu mönnum með hin stóru nöfn. Mér
þótti það ekkert hlægilegt þá og mér þykir það ekkert
hlægilegt enn, að meira sé lagt upp úr því, sem þesskonar
menn staðhæfa, en hinu sem borið er fram af mönnum,
sem minna vita og minna hafa reynt.
Annað, sem ég staðnæmdist við á þeim árum var það, að
ekki fáir hinna lærðustu manna höfðu í upphafi gengið
að rannsóknunum í þeim tilgangi einum, að afhjúpa það,
sem þeir töldu vera blekkingar einar og svik, en urðu að
gefast upp að lokum fyrir staðreyndum og láta sannfærast,
og sannfærast um það, að í fyrsta lagi væri fyrirbrigðin
raunveruleg, og í öðru lagi yrðu sum þeirra ekki á annan
skynsamlegri hátt skýrð en svo, að hér væru að verki fram-
liðnir menn, sem þrátt fyrir geisilega erfiðleika væru að
reyna að færa á það sönnur, að þeir hefðu lifað líkams-
dauðann. Það hve þessir menn stóðu óhagganlega við mál-
staðinn þrátt fyrir háðið, sem á þeim dundi í byrjun,
hve hiklaust þeir lögðu sumir þeirra stórmikinn vísinda-
heiður sinn að veði fyrir sannfæringu sinni, þótti mér
benda til þess, að sannfæring þeirra væri á bjargi byggð.
Og mér hefur alltaf þótt ómaksins vert, að hlusta á slíka
menn.
Ég átti aðgang að góðum kosti bóka um þessi mál og
tók að lesa það, sem ég komst yfir, af ritum beztu sálar-
rannsóknamanna, einkum hinna brezku. Sumir þeirra féll-
ust aldrei á þá skýringartilgátu spíritista, að sum fyrir-
brigðin stöfuðu frá látnum mönnum. En hinir voru miklu
fleiri, sem farið hafði svo, að eftir ýtarlegar rannsóknir,
og eftir að hafa vegið og metið sönnunargögnin á vogar-