Morgunn - 01.06.1961, Qupperneq 19
MORGUNN
13
Hann kom í heimsókn til systur sinnar og lét að þeirri
ósk hennar, að gera tilraun með ókunnan ritmiðil, sem
hjá henni var staddur. Hann tók upp úr vasa sínum sendi-
bréf, sem hann hafði fengið deginum áður, lét það í annað
umslag, lokaði því, og bað systur sína að spyrja miðilinn,
hvar bréfritarinn væri nú staddur. Eftir nokkra töf skrif-
aðist með hendi miðilsins: „Maðurinn er dáinn.“ Þetta
þótti Sir Edward kynlegt og spurði: „Hvenær dó hann?“
Svarið kom: „Hann dó í gær í Suður-Afríku.“
Sir Edward þótti þetta í mesta máta ósennilegt. Þrem
vikum síðar var honum skrifað frá Suður-Afríku, að bréf-
ritari hefði látist sama dag og sagt var í ósjálfráðu skrift-
inni. Sir Edward þekkti vel allar mótbárur, en hann seg-
ir: „Þetta nægði mér“.
Er hægt að gera ráð fyrir því, að undirvitund miðils-
ins hafi lagt af stað og óðara sótt þessa vitneskju til Suð-
ur-Afríku, meðan engum manni hér í Evrópu var enn
kunnugt um andlát þessa manns? Ég fullyrði, að sú þekk-
ing, sem vér höfum á undirvitundinni og f jarhrifum, gefur
ekkert leyfi til slíkrar ályktunar. Það er óvísindalegt með
öllu, að búa sér til algerlega ósannaðar tilgátur, til þess að
komast í kring um það, sem manni kann að vera ógeðfellt
að samþykkja. Alveg jafnóvísindalegt og það er, að ganga
að þessum fyrirbrigðum með þá fyrirfram mynduðu sann-
færingu, að þau stafi frá látnum mönnum.
Þeirri fjarstæðu er þrásinnis haldið fram, að á miðils-
fundum komi ekkert annað fram en það, sem einhver ná-
kominn eða viðstaddur viti, og því sé um ekkert annað en
fjarhrif, hugsanaflutning að ræða. Að því leyti geng ég
inn á að svo sé, að ég álít, að þegar samband næst við fram-
liðna menn, sé það oft f jarhrifasamband milli þeiiTa og mið-
ilsins. Dæmin eru mörg, sem ég treystist ekki til að
skýra öðruvísi.
Sir William Barrett, sem mikillar frægðar naut fyrir
vísindaafrek, segir frá þessu:
19 ára gamall piltur hafði fallið á vígvöllunum. Á mið-