Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Qupperneq 26

Morgunn - 01.06.1961, Qupperneq 26
20 M O R G U N N legt við látna menn, sýndist sumum augljóst, að hér hefði látinn maður fundið upp viturlega og snjalla að- ferð til að gera fjarhrifatilgátuna að engu. Aðrir kusu að aðhyllast þá tilgátu, að undirvitund eins miðilsins hefði fundið upp þessa óvæntu aðferð. Og þar sem einn miðlanna, ungfrú Verrall, mikil lærdómskona, bjó einmitt yfir þeim lærdómi og þeirri þekkingu í klassískum fræð- um, sem fram kom í víxlskeytunum, gerðu menn sér í hugarlund, að með fjarhrifum hefði hún orkað á hina miðlana. En þeir, sem þessa skýringartilgátu aðhylltust, komust í mikinn vanda, þegar ungfrú Verrall dó og víxl- skeytin með sömu einkennum héldu stöðugt áfram að berast þrátt fyrir það. Var ungfrú Verall þá ennþá starfandi eftir að hún var dáin! spurðu menn. Þessi tegund sönnunargagna, víxlskeytin, varð loks til þess að sannfæra Sir Oliver Lodge eftir áratuga langar rannsóknir hans og djúptæka þekkingu á málinu, sann- færa hann um það, sem hann boðaði síðan og meðal annars úr forsetastóli Hins konunglega Brezka vísindafélags, að með eins miklum rökum og menn krefðust um vísinda- legar sannanir yrði að telja sannað, að samband við fram- liðna menn væri mögulegt. Balfour lávarður, hinn víðkunni forsætisráðherra Breta, var um langt skeið félagi Brezka Sálarrannsóknafélagsins og einn hinna allra íhaldssömustu og ófúsustu til að ganga inn á, að miðlaskeytin gætu stafað frá látnum mönnum. En einnig hann smásannfærðist og í ritgerð í bókinni The Ear of Dyonisius segir hann eftir langan rannsóknaferil og miklar efasemdir einmitt um víxlskeytin þetta: „Ósjálfráð skrif, sem vér eigum að þakka nokkrum rit- miðlum, þar sem helztar má nefna ungfrú Verrall og frú Willett, ná nú mörg ár aftur í tímann, og þau verður að íhuga sem samfasta heild. Löng og fyrirhafnarsöm rann- sókn á þeim, sem ég hefi haft með höndum, hefir hægt en örugglega komið þeirri sannfæring inn í mig, að margt j
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.