Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Page 29

Morgunn - 01.06.1961, Page 29
MORGUNN 23 trúarbragðastyrjaldir 17. aldarinnar. Þetta var líka fagn- aðarerindi frá sjónarmiði hinnar upprennandi borgara- stéttar, sem var að hefjast til auðs og valda í skjóli hins skefjalausa liberalisma og tillitslausa kapítalisma iðnbylt- ingar og imperialisma. Hagfræðikenningar Malthusar um hungrið sem náttúrlegan og óhjákvæmilegan hemil á fjölg- un mannkynsins höfðu og átt sinn þátt í því að móta skoð- anir manna, þar á meðal Darwins sjálfs, í þá átt, að það ætti að halda velli, sem hæfast væri, en hitt yrði að fara veg allrar veraldar. Frá sjónarmiði hins hreinræktaða Darwinisma var það í raun og veru siðferðileg skylda og náttúrlegur réttur þess sterka að troða þann veikari undir fótum. Með því var áframhaldandi þróun bezt borgið. Kenning kristin- dómsins nm bræðralag og líknarþel var því skoðuð sem fjandsamleg framþróun og menningu, gagnstætt lögmál- inu um „nature, red in tooth and claw“, náttúruna með blóðugan kjaft og klær, eins og Huxley komst að orði. Uppskeran hefur orðið eftir því: Vægðarlaus stéttabar- átta, kommúnismi, nazismi, tvær heimsstyrjaldir og að lokum kalda stríðið. Því hef ég haft þennan inngang, að Darwinisminn hrinti annars vegar af stað mjög auknum áhuga fyrir líffræði- legum rannsóknum, og gaf hins vegar efnishyggjunni, materíalismanum, eða öllu heldur materio-mekanisman- urn, vélgengishyggjunni, byr undir báða vængi, en þetta hvort tveggja snertir mjög það mál, sem hér er á dagskrá. Án mjög aukinnar þekkingar í líffræði er ekki hægt að taka vísindalega fullnaðarafstöðu til framhaldstilveru eft- ir dauðann, en efnishyggjan leggur kalda og loppna krumlu á slíkar rannsóknir, ekki aðeins þar sem hún er löghelg- uð trúarbrögð, heldur og þar sem hinn akademiski heimur er enn haldinn hleypidómum hennar og þröngsýni. Því aðeins er niðurstöðu í þessu efni að vænta, að það sé rann- sakað á algerlega hlutlausan hátt og hleypidómalausan á báða bóga, en það er hægar sagt en gert. Að vísu eru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.