Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Page 49

Morgunn - 01.06.1961, Page 49
MORGUNN 43 dómsneista mannsins. Síðan gengu þeir allir á ráðstefnu til þess að ræða og taka ákvörðun um, hvar þeir ættu að fela hann, svo að maðurinn skyldi ekki endurheimta eign sína. Einn guðanna stakk upp á því, að þeir skyldu fela guðseðli mannsins á fjarlægri stjörnu, því þar gæti maður- inn aldrei nálgast það. Þá stóð upp annar úr hópi guðanna og sagði að þetta væri engan veginn öruggur felustaður, sökum þess að manninum væri sterk útþrá í brjóst lagin, og því væri ekki unnt að þvertaka fyrir það, að honum kynni einhvern tíma að takast að komast alla leið til fjar- lægra hnatta. ,,Við skulum heldur“, sagði hann, „fela guðs- neistann í djúpi hinna miklu hafa, þá mun hann aldrei finnast“. Þá tók sá þriðji til máls og benti á það, að mað- urinn legði mikla stund á náttúruvísindi og náttúruskoð- un og að sá dagur kynni að renna, að hann gæti kannað ekki aðeins hinar hæstu hæðir, heldur einnig hin dýpstu djúp. Þannig héldu guðirnir áfram að ræða þetta mikla vandamál og sýndist sitt hverjum. Að endingu datt þó ein- um þeirra mikið snjallræði í hug. „Við skulum“, sagði hann, „fela hinn dýrmæta gimstein guðdómseðlisins í brjósti mannsins sjálfs, því þar mun honum allra sízt detta í hug að leita að honum“. Þessu ráði tóku allir guð- imir fegins hendi, því þeim skildist, að þarna var fundinn sá felustaðurinn, sem væri öruggastur allra — og slitu samkomunni. — Og um alda raðir hefur svo virzt, að hið sanna ljós falið í hjarta mannsins, mundi aldrei finnast. Þegar við hugsum um þessa sögu, verður því varla neit- að, að guðirnir hafa reynst hryggilega sannspáir. Mann- kynssagan sýnir það áþreifanlega. Við höfum keppt að því og keppum að því enn með vaxandi hraða, að kanna hæð og dýpt hins sýnilega efnisheims. Við höfum beizlað svo reginefldar orkulindir, tekið þvílíkum framförum á tækni- sviðinu, að allt mannlíf og aðstæður þess, hafa á tiltölu- lega skömmum tíma gjörbreytzt á öllum sviðum. Orka sú, sem við í’áðum yfir, er svo að segja takmarkalaus og við erum á góðri leið með að ná til stjarnanna og höfum þeg-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.