Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Síða 59

Morgunn - 01.06.1961, Síða 59
M O R G U N N 53 efni, fór hún á miðilsfund. Af vörum miðilsins var talað við vinkonuna lengi og ýtarlega um ýms fjölskyldumál, sem vinkonan átti engan veginn von á. M. Lawrence segir: ;,Meðan á þessu gekk, sat vinkona mín og brosti þóttalega og hróðug. Hún hafði sagt mér áður en ég fór með henni á fundinn, að ef eitthvað yrði við sig um fjölskyldumál sagt, sem hún kannaðist við, vissi hún ofur vel, að allt væri það sótt í huga sinn og lengra ekki.“ Þá sagði rödd af vörum miðilsins vinkonunni, að hún ætti bi'óður í andaheiminum. Hann hefði fæðzt um það bil fjórum árum á undan henni og ekki lifað nema nokkra mánuði á jörðunni. Þessu gat virikonan loks ekki samsinnt. Hún kvað þetta ekki geta náð nokkurri átt, því að vafa- iaust hefði móðir sín sagt sér, ef hún hefði nokkru sinni eignazt son, þótt látizt hefði eftir nokkra mánuði. Móðir hennar hafði verið amerísk, en faðir hennar Breti. Um það bil viku síðar hringdi vinkonan M. Lawrence upp í síma og var öll í uppnámi. Henni hafði tekizt að ná sambandi við ömmusystur sína, ameríska, sem var hinn eini nákomni ættingi hennar á lífi. Af vörum gömlu kon- unnar fékk hún nú að vita í fyrsta sinn, að móðir hennar hefði verið tvígift, — en nú var hún látin fyrir nokkru. Fyrst hefði hún gifzt bamung amerískum ævintýramanni, sem hafði farið ákaflega illa með hana og lokið lífi sínu í fangelsi. 1 örvæntingu sinni og smán ákvað unga ekkjan, að ef sér auðnaðist að giftast aftur, skyldi hún grafa allar minningar um fyrra hjónabandið. Hún giftist ekki löngu síðar Englendingi — föður vinkonunnar sem hér á hlut að máli. Bæði fjölskylda hennar og seinni maður studdu hana drengilega í því að grafa fortíðina. Og það var þeim mun auðveldara, að nýgift fluttist hún með síðari manni sínum yfir Atlantshafið og til Bretlands. En hið merkilegasta er þetta: í hjónabandi með fyrra manninum hafði hún eignazt einn son, sem andaðist fárra mánaða gamall. I blaðagreininni spyr Margery Lawrence: „Hvar eruð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.