Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Page 64

Morgunn - 01.06.1961, Page 64
Draumfylgjur ættar minnar Eftir Sybil Devon ★ Á ýmsum skeiðum ævi minnar hafa mér vitrazt næsta undarlega forspár í draumi, ævinlega í sambandi við svart- an vagn, sem fjórir hesta fóru fyrir. Þótt kynlegt sé, hafa þessar draumspár aldrei átt við fjölskyldu mína, heldur átt við fjölskyldumeðlimi á þeim stöðum, sem ég hefi ýmist verið gestkomandi á eða dvalizt á um stundarsakir. Stundum fékk ég þessar vitranir um mjög fjarlæga vini, stundum um fólk, sem var mér algerlega ókunnugt. Alltaf snerist vitrunin um hið sama: Um dauða. Og alltaf hlaut vitrunin staðfestingu á sínum tíma. Ég var barn að aldri, er mig dreymdi þennan draum í fyrsta sinn. I drauminum þóttist ég aka í svörtum vagni, sem fjórum hestum var beitt fyrir, að húsi, sem ég hafði aldrei áður séð. Þegar ég nálgaðist húsið, fannst mér setja að mér sorg, vegna erindisins, sem ég ætti í þetta hús. Einhver mér ó- sýnilegur maður í vagninum var að gefa mér fyrirskipanir, sem mér var nauðugt að hlýða. Þegar við komum að húsinu, steig ég út úr vagninum. Ég var tíu ára gömul og var klædd svörtum klausturbún- ingi. Ég heyrði málmhringl, þegar hestarnir fjórir slógu til höfðunum órólega. Ég heyrði hávær og hol hófatök þeirra á tómu strætinu. Vagninn var horfinn. Mér þótti ég svífa inn um bakdyr hússins og gegn um veggi smárra herbergja, unz ég kom í svefnherbergi, þar sem miðaldra maður lá í rúmi sínu og dró andann mjög þungt. Ég virti fyrir mér andlit hans, teppið á rúmi hans,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.