Morgunn - 01.06.1961, Page 64
Draumfylgjur ættar minnar
Eftir Sybil Devon
★
Á ýmsum skeiðum ævi minnar hafa mér vitrazt næsta
undarlega forspár í draumi, ævinlega í sambandi við svart-
an vagn, sem fjórir hesta fóru fyrir. Þótt kynlegt sé, hafa
þessar draumspár aldrei átt við fjölskyldu mína, heldur
átt við fjölskyldumeðlimi á þeim stöðum, sem ég hefi
ýmist verið gestkomandi á eða dvalizt á um stundarsakir.
Stundum fékk ég þessar vitranir um mjög fjarlæga vini,
stundum um fólk, sem var mér algerlega ókunnugt. Alltaf
snerist vitrunin um hið sama: Um dauða. Og alltaf hlaut
vitrunin staðfestingu á sínum tíma.
Ég var barn að aldri, er mig dreymdi þennan draum í
fyrsta sinn. I drauminum þóttist ég aka í svörtum vagni,
sem fjórum hestum var beitt fyrir, að húsi, sem ég hafði
aldrei áður séð.
Þegar ég nálgaðist húsið, fannst mér setja að mér sorg,
vegna erindisins, sem ég ætti í þetta hús. Einhver mér ó-
sýnilegur maður í vagninum var að gefa mér fyrirskipanir,
sem mér var nauðugt að hlýða.
Þegar við komum að húsinu, steig ég út úr vagninum.
Ég var tíu ára gömul og var klædd svörtum klausturbún-
ingi. Ég heyrði málmhringl, þegar hestarnir fjórir slógu
til höfðunum órólega. Ég heyrði hávær og hol hófatök
þeirra á tómu strætinu. Vagninn var horfinn.
Mér þótti ég svífa inn um bakdyr hússins og gegn um
veggi smárra herbergja, unz ég kom í svefnherbergi, þar
sem miðaldra maður lá í rúmi sínu og dró andann mjög
þungt. Ég virti fyrir mér andlit hans, teppið á rúmi hans,