Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Qupperneq 67

Morgunn - 01.06.1961, Qupperneq 67
MORGUNN 61 ið og beint að rúmi, þar sem móðir hans lá mikið veik. Hann þóttist gripinn undrun og ótta, þegar hann sá hana, en móðir hans gaf engan gaum að honum. Hann hrökk upp af svefninum mjög æstur, og var amma mín þá að hrista hann og hrópa: „Dan, — Daníel, vaknaðu, síminn er að hringja“. í símanum var frændi hans, sem heima átti í Boston. Hann tjáði honum það, sem draumurinn hafði þegar vitrað honum: Að móðir hans hefði komið óvænt til þeirra í heim- sókn, hefði veikzt skyndilega og andazt í húsi þeirra. Afi minn varð lostinn miklum harmi yfir því, að móðir hans skyldi geta komið vestur um haf, án þess að gera honum aðvart, og deyja án þess að fyrirgefa honum, að hann hafði kvænzt gegn ráði hennar. Það eru til sögur af mörgum draumum, sem hafa endur- tekið sig hvað eftir annað í sögu sumra ætta. Þessi fyrir- bæri eru venjulega kölluð ættardraugar, birtast meðlimum gamalla ætta og boða dauða. Stundum má rekja tákn- myndina í þessum draumum til löngu liðinna sorgarat- burða, jafnvel gamalla blóðsúthellinga í ættinni. En um allt þetta var mér gersamlega ókunnugt, þegar mig dreymdi líkvagninn í fyrsta sinn áríð 1946. Það var fyrst nokkrum árum síðar, að hin fulla merking varð mér ljós. í annað sinn dreymdi mig svarta vagninn árið 1952, og var ég þá í San Francisko. Ég hafði tekið á leigu íbúð í húsi nokkru í Pacific Heights, sem hjónin dr. Spierel og kona hans áttu. Þau bjuggu á neðstu hæðinni sjálf. Ég hafði dvalizt þarna um tveggja vikna skeið, hafði lítillega kynnzt frú Spierel, en ekki séð dr. Spierel, þegar svarti vagninn og hestarnir fjórir birtust mér í draumi. Eins og fyrr vivtist einhver ókennd vera í vagninum segja mér fyrir verkum. Ég steig út úr vagninum, og ók hann þá burt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.