Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 15
MORGUNN
9
vísindalega sannaðar staðreyndir. Ferðalög andans úr lík-
amanum um stundar sakir, eru einnig staðreyndir, þótt enn
hafi ekki hlotið fullkomna, vísindalega viðurkenningu. Og
persónuleiki mannsins gerir einnig vart við sig eftir að lík-
amsvélin er að fullu stönzuð í dauðanum.
Það eru líka staðreyndir, sem þúsundir manna hafa reynt
og sannað, þó vísindin telja þær sannanir of persónulegar til
þess, enn sem komið er, að viðurkenna þær fyllilega.
Allt bendir þetta í eina og sömu átt, til máttar andans yfir
efninu, sálarinnar yfir líkamanum, lífsins yfir dauðanum.
Og svo kemur blessað vorið enn á ný til þess að sýna okk-
ur sigurmátt og dásemdir lífsins og þroskans, sýna okkur
hvernig lífið ólgar og brýzt fram úr myrkrinu til Ijóssins, að
alls staðar stefnir fæðing þess frá myrkrinu í Ijósið, hvort
heldur er fræið, sem spírar fyrst niðri í moldinni og vex
upp í himininn og birtuna, eða unginn, sem brýtur eggskurn-
ið til þess að njóta sólskinsins og frelsisins.
Vorið er öllum hinn góði gestur, vonagjafinn mikli, sem
við heilsum með fögnuði, ekki aðeins vegna þess, að við
getum ekki án þess lifað hér á jörð, heldur ekki síður vegna
hins, að það er hið dýrðlega tákn sigurs ljóssins yfir myrkr-
inu og sigurs lífsins yfir dauðanum.
Sveinn Víkingur.