Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 32

Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 32
26 MORGUNN niður, þreif hattinn minn í forstofunni, og fór út undir bert loft til að jafna mig, og geta íhugað þetta undarlega fyrir- brigði í næði.“ Einnig fór nú að heyrast óskiljanlegur hávaði. Eina nótt- ina voru barin þrjú högg í rúmið hans; þau voru einna líkust því, að barið hefði verið með hamri, eftir hávaðanum að dæma. Þegar hann kom niður morguninn eftir og settist að morgunverðarborðinu, var hann svo lotlegur, að engum duldist, að eitthvað var að. En þegar frú Cook brigzlaði hon- um um, að hann hefði komizt í æsing á einhverri bænasam- komunni, svaraði hann engu. Hann þurfti þess ekki. Um leið og hann settist að borðinu, buldu höggin um allt borðið. Þetta var svar, sem hafði mun meiri áhrif en nokkuð, sem hann hefði getað sagt. „Svo þú hefur komið með djöfulinn inn í hús mitt!“ hróp- aði frænkan í skelfingu og fleygði stól í hann. Þetta særði mjög hinn tilfinningaríka, unga mann, sem sjálfur var að- eins fullur af löngun til þess að skilja, hvernig á þessum ósköpum stæði. Þetta var árið 1850, eða tveim árum eftir að höggin heyrð- ust í kring um Fox-systurnar, en til þeirra er rakið upphafið að nútíðar spíritisma, eins og fundarmönnum er kunnugt. En þótt veslings Home vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið, þá þóttist frænka hans vita, hvað hún ætti til bragðs að taka. Nærtækir voru þrír guðfræðingar, prestar úr Con- gregationalista-, Meþódista- og Baptistakirkjunum, og til öryggis lét hún sækja þá alla. Congregationalista-klerkurinn, sem Daniel sótti kirkju hjá á hverjum sunnudegi, sagði með nokkrum þunga, að hann sæi enga ástæðu til þess að ofsækja hjartahreinan pilt með þungum ásökunum. Meþódistinn var þungur á brún og kenndi þetta djöflinum. Kom hann fram við Daniel eins og glataða sál og fékk hann því litla huggun hjá honum. Bap- tistapresturinn greip til þess ráðs að biðjast fyrir: biðja þess að þetta ónæði, sem heimilið varð fyrir mætti hætta. En það varð nú eitthvað annað en að hann væri bænheyrður. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.