Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 73

Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 73
MORGUNN G7 annar helmingur stofnsins að fótum Churchills og hermanna hans, en hinn féll í gagnstæða átt. En um leið og stofninn klofnaði, þóttist ég sjá Hitler, sem mér virtist hafa verið inni í trénu. Logaði hann allur og brann upp til agna, svo að ekkert sást eftir af honum. Við þetta vaknaði ég. Taldi ég þá þegar, að draumur þessi mundi boða sigur Bandamanna og fall nazismans. Þegar Jón dó. Þann tíma, sem ég dvaldi á heilsuhælinu að Vífilsstöðum, var þar sjúklingur, sem ég kynntist fremur lítið, enda var hann rúmliggjandi að mestu. Við getum nefnt hann Jón. Hann lá í stofu einna f jarst við ganginn. Ég leit inn til hans einstöku sinnum og við ræddumst við stund og stund. Mér geðjaðist vel að honum, enda bar hann það með sér, að hann var drengur hinn bezti. Hann var allmikið veikur og raunar virtist mér tvísýnt um að honum mundi batna. Eina nóttina dreymir mig, að ég þykist vakna, fara á fætur og ganga fram eftir endilöngum ganginum í áttina til stofunnar, þar sem Jón lá. Sé ég þá að hurðin opnast og vökukonan kemur út úr stofunni. En á eftir henni kemur skinin beinagrind og gengur hratt í áttina til mín. Mér brá mjög í draumnum við þessa hrollvekjandi sjón og þóttist þegar snúa við og ætla aftur inn í stofu mína. En beinagrind- in nálgast mig óðfluga og ótti minn vex, svo að ég tek til fótanna og hleyp á undan henni inn í stofuna til félaga minna og upp í rúmið. Þá er beinagrindin alveg á hælum mér, og þykir mér hún ætla að leggjast ofan á mig i rúminu. Er ekki að orðlengja það, að átök verða á milli okkar, og þykir mér leikurinn berast fram á gólfið. 1 því vaknaði ég og leið illa, líkt því er menn vakna af martröð. Voru þá stofufélagar mínir vaknaðir og sögðu, að ég mundi hafa haft erfiða drauma, því ég hefði brotizt hart um, veinað og hljóðað. Og satt var það, að mér leið engan veginn vel, enda þótt ég ætti að heita vaknaður. Varð mér það fyrir að opna stofu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.