Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Side 24

Morgunn - 01.06.1965, Side 24
18 MORGUNN „Líkami miðilsins hefur aðeins vald á því, sem svarar til dagvitundar hans. Og þessi dagvitund er að vísu í einhvers konar sambandi einnig við það, sem svarar til þess hluta af vitund hins framliðna, sem í jarðlífi hans tilheyrði undirvit- undinni, en það samband er ófullkomið og slitrótt, enda þótt hann hafi líkama miðilsins á valdi sínu. Þess vegna heyrir maður þá, sem nefna sig framliðna og tala í gegn um miðil- inn, að þeir eins og gleymi ýmsu því úr vitund sinni, sem vitund miðilsins nær ekki valdi á, vegna þess að það er utan við hans takmarkaða vitundarsvið. Þeir framliðnu kvarta yfir því, að það sé jafnvel erfiðara fyrir þá í þessu ástandi að ná til vissra sviða vitundar sinnar, en það er fyrir okkur að fiska eitt og annað upp úr okkar eigin undirvitund." 2. Það bendir á, að hrörnun ellinnar sé aðeins stundar- fyrirbæri. Prófessor Dodds, sem er mjög vantrúaður á framhalds- lífið, komst svo að orði árið 1934: ,,Ég er dauftrúaður á það, að unnt sé að gera að engu þá sálarlegu hrörnun, sem oft er ellinni samfara, enda þótt hin líkamlega orsök hverfi við dauða líkamans.“ Ef það er hins vegar rétt, að maðurinn eignist eftir líkams- dauðann óhindraðan aðgang að öllu því, sem undirvitund hans geymdi í jarðlífinu, þá er ellin í raun og veru úr sög- unni, þ. e. a. s. sú hrörnun minnisins, sem henni var samfara. 1 þessari jarðnesku tilveru eru minningar okkar að verulegu leyti takmarkaðar við nútíðina eða tiltölulega stutt tíma- skeið. En í því lífi, sem við tekur, virðist minningasviðið verða bæði auðugra og stærra. Dodds hefur haldið því fram, að ef slík víkkun vitundar- sviðsins ætti sér raunverulega stað, mundi það hafa í för með sér röskun eða ruglun persónuleikans. Þessu skal ekki beinlínis neitað. En í því sambandi er rétt að minna á það, sem hinn framliðni faðir sagði við son sinn Drayton Tomas: „Ekki er þó svo að skilja, að við séum alltaf að grufla í for- tíðinni, en hún er þarna og blasir við okkur.“ Og þegar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.