Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 63
MORGUNN
57
Ég hygg, að erfiðleikar okkar á því að skilja tilveruna
eftir dauðann, stafi að verulegu leyti af því, hvað við erum
þrælbundin skynjunum skynfæranna og látum þær ráða
hugsuninni. Við göngum yfirleitt út frá því sem sjálfsögð-
um hlut, að allt sé í raun og veru eins og okkur sýnist það
vera. Við teljum, að steinninn sé steinn og húsið hús með
sínum greinilegu og ljósu efniseinkennum. Við segjum að
þessi penni sé úr stáli og annar úr gulli, og að hann sé öld-
ungis óbreyttur unz tímans tönn tekur að naga hann smátt
og smátt. En í raun og sannleika eru það ekki hlutirnir sjálf-
ir, sem við skynjum, heldur aðeins vissir eiginleikar þeirra
og áhrif, sem frá þeim berast.
Enda þótt veröldin virðist full af sýnilegum og áþreifan-
legum hlutum, dauðum og lifandi, sem hver tekur sitt rúm
og vara lítið eða ekki breyttir um lengri eða skemmri tíma,
höfum við þó enga tryggingu fyrir, að þetta sé svo í raun og
veru. Þetta eru skynjanaáhrif en ekki raunveruleikinn sjálf-
ur. Ennfremur er það svo, að þessir aðgreindu hlutir sýnast
þýðingarlausir einir út af fyrir sig. Ekki er unnt að skýr-
greina nokkum hlut, nema í einhverju sambandi eða tengsl-
um við aðra hluti. Með öðrum orðum: Samband og afstaða
hlutanna innbyrðis er engu síður þýðingarmikið en hlut-
irnir sjálfir. Eigindir hlutanna og afstaða þeirra til annarra
hluta verður að fylgjast að.
Þetta verður sérstaklega augljóst, þegar við lítum á þá
heild, sem við kölium líkama okkar. Hann er samsettur af
milljónum mismunandi fruma, sem mynda hin einstöku líf-
færi og vefi. Ekkert af þessu hefur neitt verulegt gildi eitt
út af fyrir sig og án alls sambands við þá lífrænu heild, sem
það er hluti af. I raun og veru er það heildin, sem skapar
þýðingu þeirra og eðlilegt samstarf.
Hér stöndum við vissulega frammi fyrir miklum leyndar-
dómi. Hvernig verður hún til, þessi margbrotna heild, og
heldur sér við. Egg og frjó sameinast. örsmá fósturfruman
skiptist og vex unz hún verður að líkama í allri sinni full-
komnun, þar sem allt starfar í undursamlegu samræmi og