Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 39
MORGUNN
33
frægu rannsóknir á Home, virtist ákaflega hóflegt. „Spiri-
tualistarnir," sagði hann, „skýra frá herbergjum og hús-
um, er hafi skolfið af yfirnáttúrlegum öflum, jafnvel sum til
skemmda. Vísindamaðurinn biður aðeins um það, að dingull
verði settur af stað, þegar hann er í lokuðum glerkassa ...
Spiritualistarnir segja frá því, að þung húsgögn hafi verið
hreyfð úr einu herbergi í annað, án þess að nokkur mann-
legur máttur hafi komið þar nærri. En vísindamaðurinn ...
hefur rétt til að efast um nákvæmni þeirra, er rannsökuðu
það, ef sama afl getur ekki hreyft vísinn á tæki hans um svo
sem eina gráðu.“
Tæki Crookes voru rafmagnsmælir (galvanometer), hita-
mælir og harmonika, er látin var í eins konar búr, sem var
vafið einangruðum koparvír, þá var lítil handbjalla, raf-
segull, straummælir og fjaðravigt fest við borðið til þess að
mæla þyngdarbreytingar.
Benti Crookes á í þessu sambandi, að tæplega væri þess að
vænta, að Homes dáleiddi áhöldin. Hann bauð síðan
mörgum völdum mönnum úr hópi vísindamanna að vera við
og sjá hvernig þessar tilraunir hans færu fram, en næstum
allir neituðu boðinu, þegar í stað. Varð hér enn fyrir hinn
öflugi veggur fordómanna. Engan fulltrúa gat hann t.d.
fengið frá konunglega vísindafélaginu til að vera viðstaddan
eina einustu tilraun. Crookes, sem vitanlega varð sárgramur,
kallaði þetta bæði kæruleysi og heigulshátt. Hann varð að
bíða allt til ársins 1882, er Sálarrannsóknafélagið brezka
var stofnað, eftir félagi, sem vildi gefa þessum hlutum gaum.
Mjög langt mál hefur verið skrifað um tilraunir Crookes,
og er ekki tími til þess að rekja það hér. Aðeins skal þess
getið, að það var ekki laust við að andúðin, sem greip um sig
í flokki vísindamanna, væri næstum angistarblandin, þegar
þeir lásu það, að þessi merki vísindamaður staðfesti tilveru
nýs, áður óþekkts afls, sem með einhverjum hætti væri tengt
hinum mannlega líkama, og hann kallaði til hægðarauka sál-
arlegt afl. Af öllum þeim mönnum, sem slíkum eiginleikum
væru gæddir, væri herra Home merkilegastur. Kraftur herra
3