Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 30
24
MORGUNN
hjá þeim Cook-hjónum. Bernska hans var ekki viðburðarík,
að því undanteknu, að vagga hans hreyfðist oft án sýnilegra
orsaka, eins og honum væri vaggað með ósýnilegum höndum.
Þegar Home var níu ára gamall fóru fósturforeldrar hans
með hann til Ameríku og settust að í Grenville í Connecticut.
Daniel ólst nú upp á heimili Cook-hjónanna og vakti snemma
á sér athygli. Hann hafði þrálátan hósta og féll stundum í
yfirlið, og hafði það einkenni berklasjúklinga, að hann var
ýmist dapur og niðurdreginn eða það lá skínandi vel á hon-
um. Það var því útilokað, að hann gæti tekið þátt í íþróttum
með öðrum drengjum eða stundað reglulega skólagöngu.
Hann var músíkalskur og ætið reiðubúinn að ljá lið sitt á
samkomum með því að syngja lög og sálma. Hann hafði
ákaflega viðkvæmar taugar. Hann var bráðþroska í tali og
hafði mikla tilhneigingu til að fara með viðkvæm, trúarleg
vers og vísur og þylja hugvekjur um synd og dauða.
Fyrst náðu Meþódistar þorpsins Daniel í söfnuð sinn. En
frú Cook mótmælti svo kröftuglega, þegar hún sá hin skað-
vænlegu áhrif, sem trúvakningaraðferðir þeirra höfðu á
hinn tauganæma fósturson hennar, að það tókst að fá hann
til að yfirgefa þá, en eftir það gekk hann í söfnuð Congre-
gationalista svokallaðra.
Eitt af því, sem Daniel hafði mesta unun af, var að reika
um úti í skógum „íhugandi í þögninni fegurð hins vaxandi
gróðurs", eins og hann komst einhvers staðar að orði, og
hugsa um dauðann. Ekki var þetta þó sjúklegt, heldur öllu
fremur barnsleg forvitni. Oft var drengur með honum, er
Edwin hét, og komu þeir sér að lokum saman um, að sá
þeirra, er fyrr andaðist, reyndi að láta hinn vita af sér.
Þetta varð orsökin að fyrstu sýn Daniels, en hann var þá
þrettán ára.
Þótt vitranir og dulræn reynsla væri ofarlega á baugi hjá
fjölskyldu Daniels, þá kom talsvert á þau frænda hans og
frænku, þegar hann bað þau að koma til herbergis síns nótt
eina árið 1846 og skýrði þeim frá því, að hann væri rétt ný-